Heimsmynd - 01.07.1993, Side 90

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 90
Ofsóknir gegn sígaunum halda áfram... (Framhaldaf bls. 33) Evrópu og Norður-Am- eríku, og aðeins sex þúsund hreinræktaðir í Þýskalandi og tólf þúsund blandaðir. Þá staðhæfði hann að lög sígauna leyfðu ekki takmarkanir á barneignum: „Þeir eru glæpalýður og þjóðfélags- dreggjar sem ómögulegt er að mennta. Sígauna ætti að umgangast eins og þeir bæru arfgengan sjúkdóm. Eina lausnin er að útrýma þeim. Markmiðið ætti því að vera að útrýma, án haturs, þessum gallaða hluta fjöldans. Þessu takmarki væri best náð með því að safna þeim öllum saman og vana þá.“ Helsti sérfræðingur nasista um málefni sígauna var Þjóðverjinn R. Ritter. Þótt hann hafi lagt til að hreinir sígaunar fengju að halda áfram flökkulífi sínu og hafa sín eigin lög verður vart sagt að hann hafi staðið vörð um hag þeirra, þvert á móti. Ritter bar persónulega ábyrgð á fjölda morða á sígaunum í Þýskalandi. Hann setti þá reglu að það fólk sem hafði áttunda hluta sígaunablóðs í æðum teldust sígauna- blendnir. Að hans áliti voru þessir sigauna- blendingar hættulegir hinni ríkjandi þjóð- félagsgerð; mun hættulegri en hreinir sígaunar. Um átján þúsund sígaunar í Þýskalandi voru taldir blendingar og hefðu ekki verið drepnir ef sama regla hefði gilt um þá og gyðingablendinga. Að þessu leyti stóðu sígaunar verr að vígi en gyðing- ar. Ritter skrifaði árið 1939: „Sérhver tilraun til að leysa sígauna- vandamálið til frambúðar þarf að byggja á þeim skilningi að kynstofni verður ekki breytt. Við þurfum að gera okkur skýra grein fyrir eiginleikum sígauna þegar reynt er að leysa þann vanda sem þeir setja okk- ur í. Ekkert vit er i að fá þessu frumstæða fólki fasta búsetu, kenna börnum þeirra með ómældri fyrirhöfn og innræta þeim hermennskuaga. Ef við í Þýskalandi þyrft- um aðeins að fást við nokkur þúsund hreinræktaða flökkusígauna væri þetta fólk ekkert vandamál. Raunar væri þá aðeins nauðsyn að fá þá til að halda lög síns eigin kynþáttar. Þar fyrir utan yrði náttúrlega einnig að banna Þjóðverjum með laga- setningu að hafa kynferðislegt samneyti við sígauna. Svo fremi sem sígaunar lúta lög- um vorum gætum við að öðru leyti gefið þeim ferðafrelsi innan ákveðinna svæða, svo þeir gætu brauðfætt sig með því að spila sígaunamúsík og stunda katlasmíð. Á vetrum gætu þeir svo fengið sameiginlegar íbúðir til að hafast við í. Á öðrum tímum árs mætti, þar eð þeir búa hvort eð er í vögnum, skipuleggja þá í hópa farand- verkafólks sem setja mætti í jarð- og vega- vinnu eftir því sem þörf væri á.“ Næst Ritter í „sígaunafræðum“ stóð Eva Justin. Hún hóf rannsóknir sínar á sígaun- Þessar hugsanir og upprifjanir úr bókum runnu í gegn á örskotsstund og urðu til þess að ég færði hönd að írakkavasanum þar sem veskið átti að vera. Hann var tómur. um árið 1933 með því að heimsækja búðir þeirra undir því yfirskini að hún væri trú- boði. Þegar hún hafði áunnið sér trúnað sígauna og vináttu gáfu þeir henni gælu- nafnið Loli Trachai sem á romane þýðir rauðhærða stúlkan. I formála bókar sinnar sem Eva ritaði að loknum rannsóknum sín- um sagði hún að von hennar væri sú að bókin yrði hvatinn að kynþáttahreinsunar- lögum framtíðarinnar sem myndu hindra alla frekari blöndun frumstæðra kynþátta við þýsku þjóðina. Hún hélt því fram að sígaunar gætu ekki vegna frumstæðrar hugsunar samlagast þýsku þjóðinni, án þess að þjóðin hlyti skaða af. Síðan sagði hún: „Ef sígauni er menntaður og lagaður að þýsku samfélagi verður hann jafnan undir og fer í svaðið. Því ætti að hætta öllum til- raunum til að mennta sígauna og sígauna- blendinga. Börn sem alin hafa verið upp í þýsku umhverfi, af Þjóðverjum, ætti að senda aftur til síns heima og þá fullorðnu sem hafa blandast ætti að vana. ... Alla menntaða sígauna og sígaunablendinga með meirihluta sígaunablóðs, hvort sem þeir eru félagslega blandaðir þýsku þjóð- inni, eða utanveltu og glæpalýður, ætti að hafa fyrir almenna reglu að vana. Þeir sígaunablendingar sem hafa samsamast þýsku þjóðinni og hafa minna en 50 prós- ent sígaunablóðs, geta talist Þjóðverjar, en þá sem eru utangarðs, þó svo að þeir hafi minna en 50 prósent sígaunablóðs í æðum ætti skilyrðislaust að vana. Eva Justin nefndi ekki hvað gera ætti við flökkusígauna, heldur aðeins þá sem höfðu sest um kyrrt í Þýskalandi. Arið 1943 versnaði staða sígauna á hin- um þýsku yfirráðasvæðum til muna. Ungir og gamlir voru þúsundum saman fluttir til Þýskalands í þrældóm, aðrir voru sendir í útrýmingarbúðir. Örlög Lois nokkurs Simon eru til marks um þann takmarkalausa hrottaskap sem nasisminn kallaði fram: „í hann var fyrst sprautað eitri sem gerði það að verkum að hann þrútnaði út og hlaut langdregið kvalafullt andlát. Næsta dag var líkið flutt til Buchenwald og húðin, sem bæði var ákaflega flúruð myndum frá því hann gegndi þjónustu í útlendingaher- deildinni frönsku og auk þess vel teygð eftir verkan eitursins, notuð sem hillu- skraut." Annað dæmi er haft eftir Angelu Hvdoro- vic og lýsir dauða systur hennar og frænku: „Fyrst var stúlkan þvinguð til að taka gröf meðan móðirin, sem var þunguð og komin sjö mánuði á leið, var bundin við tré. Þeir ristu með hnífi á kvið hennar, tóku fóstrið út og köstuðu því í gröfina. Móðirin fór sömu leið og stúlkan líka, en ekki fyrr en þeir höfðu nauðgað henni. Svo lokuðu þeir gröfinni meðan þær voru enn lifandi.“ Barátta Þriðja ríkisins gegn sígaunum náði hámarki með fjöldamorðum í Ausch- witz dagana 1.-3. ágúst 1944. Rudolf H öss, yfirmaður Auschwitz- Birkenau-útrýmingarbúðanna, minntist í minningum sínum baráttu sígauna fyrir lífi sínu. Hann sagði þar meðal annars: „Fram að þvi augnabliki er átti að færa þá inn í gasklefann var eins og þeir gerðu sér ekki grein fyrir hvað biði þeirra. ...Ég sá aldrei logandi hatur í andliti sígauna. Ef maður kom í búðirnar þeirra þustu þeir oft út úr bröggunum og hófu að leika músík, eða börnin fóru að dansa og stundum sýndu þeir sín vel æfðu töfrabrögð. Þarna var stórt leiksvæði þar sem börnin gátu hlaupið um af hjartans lyst og leikið sér með leikföng af öllum hugsanlegum gerð- um. Þegar talað var til þeirra svöruðu þeir af einlægni og spurðu þess sem þá fýsti að vita, án þess að hika. Mér fannst alltaf eins og þeir skildu ekki hvaða örlög biðu þeirra. ... En þegar þeir loks skildu hvað í vændum var; þegar þeir voru reknir í hópum að gas- klefanum, þá var ekki létt að koma þeim þangað inn. Ég sá það ekki sjálfur, en Schwarzhuber sagði mér að það væri mun erfiðara en allar fyrri fjöldaaftökur á gyðing- um.“ Ekki er með vissu vitað hversu margir sígaunar voru drepnir í fanga- og út- rýmingarbúðum nasista, en talið er að þeir hafi verið um hálf miljón. Eftir að hinum grimma hildarleik var lok- ið hélt líf sígauna áfram sem áður. Þeir fengu engar skaðabætur, því víðast í Vestur-Evrópu töldu stjórnvöld að meðferð nasista á þeim hefði ekki átt rætur að rekja til kynþáttar þeirra, heldur hafi þeir stofnað „þjóðaröryggi í hættu“. Allt fram á miðjan níunda áratuginn var þessi skýring talin réttlæta að nokkru ofsóknir gegn þeim. Meðan gyðingar fengu skaðabætur og land, fengu sígaunar hatur og fyrirlitningu. Fátt hafði breyst í heimi þessa sérstæða förufólks, nema hvað gasið og ofnarnir höfðu fækkað því. 90 HEIMSMYND J Ú L í

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.