Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 7
hafa verið fram tillögur um breytingar á launasetningu, vinnu- tíma og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og eru þær tillögur í skoðun innan spítalans. félagið mun halda áfram að þrýsta á um endurskoðun samninganna. Vonir standa til að einhverjar breytingar verði gerðar á næstu mánuðum og munu félags- menn verða upplýstir um stöðu mála. Sterkir og öflugir árgangar hjúkrunarfræðinema Í byrjun október var haldin móttaka fyrir nýja félagsmenn fíh sem brautskráðir voru 2017 og var þeim afhent félagsnælan. greinilegt er að hér er á ferð sterkur árgangur sem lætur að sér kveða eins og raun bar vitni síðastliðið vor þegar þeir mót- mæltu launakjörum Landspítala með því að ráða sig ekki þangað. Það hefur komið berlega í ljós að yngri kynslóðirnar forgangsraða og hugsa öðruvísi en þær eldri þegar kemur að vali á starfsvettvangi. Við finnum það ekki síst á þeim fundum sem við eigum við nemendur. Þetta finnum við, starfsfólk fíh, líka á þeim fundum með nemendum í háskóla Íslands og há- skólanum á akureyri sem félagið stendur fyrir. Það er mikil- vægt að ræða við hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar, heyra hvað þeir hugsa og hver framtíðarsýn þeirra er. Við finnum glöggt fyrir þessum breytta tíðaranda þar sem forgangsröðunin er önnur en áður var og launakjör og starfsumhverfi vega þungt. Mikill baráttuandi er í þessum hópi og heyrast nú þegar sambærilegar raddir hjá núverandi 4. árs hjúkrunarnemendum og heyrðust í fyrra. Ég tel því ljóst að atvinnurekendur þurfi að breyta afstöðu sinni, hlusta betur á ungu hjúkrunarfræðingana og bregðast öðruvísi við en gert hefur verið fram að þessu ef hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar eiga að fást til að starfa við hjúkrun. Langvarandi álag á hjúkrunarfræðingum undanfarinn mánuð höfum við haldið áfram fundaferðinni okkar „Við hlustum á þig“ og nú var komið að því að heyra í hjúkrunarfræðingum sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, t.d. hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og reykjavíkurborg. Á heildina litið er óhætt að segja að hljóðið er þungt í hjúkrunar fræð - ingum. Mikil óánægja er með t.d. með hversu illa gengur að endurnýja stofnanasamningana og hjúkrunarfræðingar kvarta undan langvarandi álagi í starfi. kastljósið beindist að hjúkr- unarfræðingum í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar Mönnun, menntun og starfsumhverfi. Í aðdraganda nýliðinna kosninga virtist sem stjórnmálamönnunum væri ljós hve staðan væri al- varleg og því spennandi að sjá hvað gerist í náinni framtíð. fram að því höldum við áfram baráttunni fyrir hjúkrunar - fræðinga. Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og blessunarríks árs. Til ykkar sem standið vaktirnar yfir hátíðarnar sendi ég góðar kveðjur. breyttur tíðarandi meðal ungra hjúkrunarfræðinga tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 7 vertu með á https://www.facebook.com/hjukrun Það er mikilvægt að ræða við hjúkrunar fræð - inga framtíðarinnar, heyra hvað þeir hugsa og hver framtíðarsýn þeirra er. Við finnum glöggt fyrir þessum breytta tíðaranda þar sem for- gangsröðunin er önnur en áður var og launakjör og starfsumhverfi vega þungt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.