Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 46
46 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Nýlegar doktorsvarnir í hjúkrunarfræði Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði Markmið doktorsrannsóknar Sigrúnar Sigurðardóttur var að auka þekkingu og dýpka skilning á afleiðingum kynferðislegs ofbeldis í æsku hjá körlum og konum í því skyni að auka hæfni hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta til að veita viðeigandi umönnun. jafnframt var tilgangurinn að skipuleggja heildræn meðferðarúrræði, gæfusporin, handa íslenskum konum (út af kynferðisofbeldi í æsku) og skoða reynslu þeirra af heilbrigðiskerfinu almennt. fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð var notuð til að auka þekkingu og dýpka skilning á afleiðingum kynferðisofbeldis í æsku. Í rannsókn i voru þátttakendur sjö karlar sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Í rannsókn ii var borin saman reynsla sjö karla og sjö kvenna. Í rannsókn iii voru tekin viðtöl við eina konu með langa áfallasögu eftir slíkt kynferðisofbeldi og reynslu hennar af líkamlegum af- leiðingum og heilbrigðisþjónustunni. Í rannsókn iV voru tekin viðtöl við tíu konur sem tóku þátt í gæfusporunum, heildrænum meðferðarúrræðum. Samtals voru 65 einstaklingsviðtöl lögð til grundvallar í greiningarvinnunni í doktorsverkefninu. Alvarlegar og víðtækar langtímaafleiðingar kynferðislegs ofbeldis helstu niðurstöður rannsóknanna voru að afleiðingar kynferðisofbeldis í æsku, bæði fyrir karla og konur, voru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan. Þjáning beggja kynja var mjög djúp og raunar nánast óbærileg. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning og skilning hjá heilbrigðisstarfsfólki, en þátttaka í gæfuspor- unum virtist bæta heilsu og líðan kvennanna sem tóku þátt í þeim. kynferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft alvarlegar og víðtækar langtímaafleið - ingar fyrir heilsufar og líðan, bæði karla og kvenna. Mikilvægt er fyrir heilbrigðis- starfsfólk að þekkja einkenni og afleiðingar slíks ofbeldis til að vera betur í stakk búið að veita stuðning og viðeigandi meðferð. Mikilvægt er að halda áfram að endurskoða (eða endurbæta) heildræn meðferðarúrræði einstaklinga sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi í æsku. umsjónarkennari og meðleiðbeinandi í verkefninu var dr. Sóley S. Bender, pró- fessor við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands. aðalleiðbeinandi var dr. Sigríður halldórsdóttir, prófessor við heilbrigðisvísindasvið háskólans á akureyri. auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Berglind guðmundsdóttir, dósent við Læknadeild háskóla Ís- lands, og dr. guðrún agnarsdóttir læknir. andmælendur voru dr. Mary jo kreitzer, prófessor við háskólann í Minnesota, og dr. guðrún kristinsdóttir, prófessor emeritus við Menntavísindasvið háskóla Íslands. Dr. Sigrún Sigurðardóttir. Tvær doktorsvarnir fóru fram í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í júní. Sigrún Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína sem ber heitið Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðar- úrræði, og Þórunn Scheving Elíasdóttir varði ritgerð sína um gagnsemi sjónhimnusúrefnismælinga við mat á súrefnisbúskap í system ísku blóðrásinni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.