Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 50
björk bragadóttir o.fl. 50 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Einstaklingsmunur Einstaklingar eiga jafnan erfitt með að aðlagast þeim síbreytilega vinnutíma sem fylgir vaktavinnu (Sack o.fl., 2007; american academy of Sleep Medicine, 2001). Það sem helst kemur í veg fyrir góða aðlögun er truflunin sem verður á dægursveiflunni (american academy of Sleep Medicine, 2001). rannsóknir benda til þess að konur eigi erfiðara með að venjast vaktavinnu og finni frekar fyrir svefntruflunum og þreytu en karlar (harrington, 2001; Saksvik o.fl., 2011). Ein nefnd skýring á þessum mun á kynjunum er hlutverk kynjanna í nútímasamfélagi þar sem það er oftar í verkahring kvenna að sinna heimili og börnum (kryger, 2007; harrington, 2001). Tíðir, með - ganga, brjósta gjöf og svo breytingaskeiðið hafa einnig áhrif á svefngæði kvenna (kryger, 2007). Persónuleiki virðist hafa áhrif á þol einstaklings gagnvart vaktavinnu því svokallaðar B-týpur, sem eru sveigjanlegir, afslappaðir, lítið taugaveiklaðir ein - staklingar með sterka innri stjórnhvöt, virðast búa yfir meira þoli (Sack o.fl., 2007; Saksvik o.fl., 2011). aldur einstaklinga virðist einnig hafa áhrif en rannsóknir gefa til kynna að vaktavinna verði erfiðari fyrir fólk með hækkandi aldri (Saksvik o.fl., 2011). Áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan Ófullnægjandi svefn er algengt vandamál meðal vaktavinnufólks og getur haft alvarleg áhrif á líkamlega og andlegu heilsu manna, bæði til skamms tíma en einnig til lengri tíma (Costa o.fl., 2010; Marquié o.fl., 2014; Peate, 2007). Líkamleg heilsa Vaktavinna hefur truflandi áhrif á líkamsklukkuna og það getur aftur valdið streitu og haft áhrif á heilastarfsemina (Marquié o.fl., 2014). Þetta getur haft í för með sér aukna hættu á ýmsum heilsufarsvandamálum, t.d. maga- og skeifugarnarsárum, hjarta- og æðasjúkdómum (Costa o.fl., 2010; Marquié o.fl., 2014), efnaskipta sjúkdóm - um, brjóstakrabbameini, frjósemisvandamálum og fósturlátum (Costa o.fl., 2010; Marquié o.fl., 2014). Þá eru vísbendingar um að vaktavinnufólk sé í meiri hættu en aðrir á að fá ristilkrabbamein, krabbamein í legslímhúð og eitilfrumukrabbamein en þörf er á frekari rannsóknum varðandi þessa þætti (Costa o.fl., 2010). Vaktavinna virðist einnig hafa áhrif á líkamsþyngd. niðurstöður Zhao og félaga (2011) gáfu til kynna að vaktavinna geti aukið líkur á ofþyngd um 15–30%. Í grein niu og félaga (2011) kom fram að vaktavinna eykur líkur á áfengisdrykkju, reykingum, mikilli kaffi - drykkju og aukinni notkun bæði svefn lyfja og róandi lyfja. Vakta vinna hefur einnig verið tengd aukinni tíðni magaónota og meltingar trufl ana auk þess að vakta vinnufólk með sykursýki á erfiðara með að stjórna blóðsykri. Þá á fólk með flogaveiki frekar á hættu að fá flog vegna svefn skorts en þeir sem ekki eru floga veikir (heilsuupp lýs inga - síða Viktoríu fylkis, 2014). Andleg heilsa og félagsleg áhrif Skertur svefn svo og þreytan, sem iðulega er afleiðing af ófullnægjandi svefni, getur valdið því að fólk hafi minni getu til að takast á við daglegt líf. Einnig geta sálrænir kvillar gert vart við sig og einkenni þunglyndis og kvíða eru ekki óalgeng meðal vaktavinnufólks (Costa o.fl., 2010; Peate, 2007). Vakta vinnufólk metur heilsu sína verri „Nei, mamma þín er ekki að æfa hlutverk fyrir kvikmyndina „Uppvakningarnir“. Hún lítur allt af svona út eftir næturvaktahelgi á spítal- anum.“ Þá eru vísbendingar um að vaktavinnufólk sé í meiri hættu en aðrir á að fá ristilkrabbamein, krabbamein í legslímhúð og eitilfrumu- krabbamein en þörf er á frekari rannsóknum varðandi þessa þætti. Vaktavinna virðist einnig hafa áhrif á líkamsþyngd.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.