Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 70
Útdráttur Tilgangur: Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabba- meins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfir fyrir upplýsingar og stuðning. Aðferð: Blönduð aðferð; lýsandi þversniðsrannsókn og eigindleg viðtöl. Þýðið var makar karla á hormónahvarfsmeðferð vegna blöðru- hálskirtilskrabbameins. Rannsóknargögnum var safnað með spurn- ingalista og djúpviðtölum. Gögnin voru greind hvor í sínu lagi og niðurstöður samþættar. Niðurstöður: Spurningalista svöruðu 29 konur og 11 viðtöl voru tekin við 6 þeirra. Helstu vandamál þátttakenda voru: Ótti vegna óvissu um framtíð (n=15), breytingar á persónuleika maka (n=14), ótti um eigin heilsu (n=13) og að sætta sig við veikindi sjúklings (n=13). Helstu vandamál, sem þátttakendur vildu frekari upplýsingar um, voru and- legar breytingar (n=16), persónuleikabreytingar (n=13), líkamleg vandamál sem búast má við (n=13) og líkamlegar breytingar (n=13). Niðurstöður viðtalanna studdu þessar niðurstöður. Þar kom fram að konurnar vildu vera þátttakendur í sjúkdómsferli makans til að geta stutt hann sem best en þær voru o lítt undirbúnar fyrir áhrif meðferðar á makann: persónuleikabreytingar, depurð og niður- sveiflur, hlédrægni, minnkandi nánd og missi karlmennskunnar. Flestar álitu manninn undir traustri læknishendi og lögðu áherslu á að meðferðin gæfi þeim meiri tíma saman, en fundu jafnframt til óvissu um framvindu sjúkdómsins. Aðgangur að stuðningi og upp - lýs ingum skipti miklu. Ályktanir: Makar karla á hormónahvarfsmeðferð finna margháttaðar breytingar og erfiðleika í tengslum við meðferðina. Mikilvægt er að viðeigandi stuðningur og fræðsla af hendi fagfólks sé efld og boðin frá upphafi meðferðar. Lykilorð: blöðruhálskirtilskrabbamein, forvarnir, fræðsla, hormóna- hvarfsmeðferð, makar Inngangur Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein ís- lenskra karlmanna. Um 220 greinast árlega, ríflega helmingur eftir sjötugt (Krabbameinsskrá, e.d.). Hormónahvarfsmeðferð hefur verið beitt til að meðhöndla þetta mein á öllum stigum sjúkdómsins með eða án annarrar meðferðar en algengasta meðhöndlun sjúkdómsins, ef hann er orðinn útbreiddur, er geisla- og hormónahvarfsmeðferð. Hormónahvarfsmeðferðin felur í sér vönun með skurðaðgerð eða lyfjagjöf til að draga úr testósteróni í líkamanum (Mohile o.fl., 2009; Taylor o.fl., 2009). Þannig má hægja á vexti meinsins (Saylor og Smith, 2009), draga úr einkennum sjúkdómsins, svo sem verkjum (Taylor o.fl., 2009), og auka lífslíkur (Hershman o.fl., 2016). Hormónahvarfs - meðferð með lyfjum er yfirleitt ævilöng og getur því meðferðin varað í nokkur ár (Mohile o.fl., 2009). Engin læknanleg meðferð er við sjúkdómnum á þessu stigi og hér er því um að ræða meðferð sem veitt er í líknandi tilgangi (Jonsson o.fl., 2009). Hliðarverkanir þessarar meðferðar eru víðtækar (Hersh man o.fl., 2016). Má þar nefna svitakóf, minnkaða kynlöngun og ris- 70 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Nýjungar: Rannsóknin gefur frekari upplýsingar um umfang og eðli persónuleikabreytinga og andlegra breytinga sjúklings sem hafa áhrif á samband maka við sjúkling og auka á vanlíðan þeirra. Hagnýting: Þörf er á sérhæfðri þjónustu við þennan hóp maka sem tekur mið af fræðslu- og stuðningsþörfum þeirra. Vinna þarf skriflegt fræðsluefni sem sinnir sérstaklega þeirra þörfum. Þekking: Mikilvægt er að fræða og styðja maka þessara sjúk- linga sérstaklegra vegna sértækra breytinga sem verða á andlegu og persónulegu atgervi sjúklings til viðbótar við lífshættulegan sjúkdóm. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður benda til þess að þörf sé á að byggja upp starf með ferðarstjóra (nurse naviga- tor) fyrir þennan sjúklingahóp og maka þeirra. Katrín Blöndal, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Kristín Þorbergsdóttir, líknardeild Landspítala Ásdís Ingvarsdóttir, heimahlynningu Landspítala Sigríður Zoëga, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala Maður, kona, mein Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins Hagnýting rannsóknarniðurstaðna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.