Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 86

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 86
86 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Kristín Lilja Svansdóttir, Landspítala Árún Kristín Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri Elísabet Konráðsdóttir, göngudeild barna á Landspítala „Maður er bara táningur 18 ára“ Reynsla ungmenna með langvinnan heilsuvanda af flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala Nýjungar: Mismunandi er eftir deildum og fagaðilum hvernig staðið er að flutningi ungs fólks með langvinnan heilsuvanda á milli þjónustusviða vegna skorts á samræmdri yfirfærsluáætlun innan LSH. Hagnýting: Byggja þarf upp markvissa yfirfærsluáætlun á LSH til að bæta gæði heilbrigðisþjónustu við langveik ungmenni. Þekking: Langveik ungmenni þurfa að hafa gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem starfandi er þverfaglegt teymi, sér- hæft í samskiptum við þau og heilsuvanda þeirra. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að meta þarfir ungmenna með langvinnan heilsuvanda og stýra breyttu vinnulagi við yfirfærslu á milli þjónustusviða á LSH. Hagnýting rannsóknarniðurstaðna Útdráttur Tilgangur: Mikilvægt er að standa faglega að flutningi ungmenna með langvinnan heilsuvanda frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu svo að þau nýti sér heilbrigðisþjónustu sem skyldi. Ef misbrestur verður þar á getur það haft neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og framtíðarhorfur þeirra. Sýnt hefur verið fram á að ekki er staðið faglega að slíkum flutningi og mikil þörf er á að bæta undirbúning hans. Rannsakendur vildu kanna reynslu ungmenna með langvinnan heilsuvanda af flutningi frá barna þjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala. Aðferð: Notuð var fyrirbærafræðileg eigindleg rannsóknaraðferð sam- kvæmt greiningaraðferð Vancouver-skólans. Þátttakendur, sem voru valdir með tilgangsúrtaki, voru ellefu ungmenni með langvinnan heilsuvanda á aldrinum 20–26 ára. Tekið var eitt viðtal við níu þátt- takendur og tvö við tvo þeirra. Niðurstöður: Ungmennin litu á sig sem táninga en ekki fullorðna þegar þau voru 18 ára. Þeim fannst þau vera illa undirbúin og óvið - búin því að takast á við breytingarnar sem fylgdu flutningi frá barna - þjónustu til fullorðinsþjónustu. Með meiri reynslu hafa þau þó að eigin mati þroskast og aðlagast nýjum aðstæðum. Draga má þá álykt - un af svörum ungmennanna að ekki hafi verið staðið faglega að flutn- ingi þeirra frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala. Þeim fannst flutningurinn atburður sem hafði hvorki aðdraganda né eftir- fylgni. Öll ungmennin komu með tillögur að því sem betur mætti fara við flutninginn og undirbúning hans. Ályktanir: Ef ekki er staðið vel að undirbúningi ungmenna með lang- vinnan heilsuvanda við flutning frá barnaþjónustu til fullorðinsþjón- ustu er reynsla þeirra af flutningnum erfið. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að fagfólk á Landspítala þurfi að endurskoða og sam- ræma verklag sitt og að hjúkrunarfræðingar séu í lykilstöðu til að stjórna úrbótum á þessu sviði. Lykilorð: Langvinnur heilsuvandi, reynsla, ungmenni, yfirfærsla Inngangur Lífslíkur barna með alvarleg heilsuvandamál hafa aukist veru- lega og í dag hafa þau jafnvel sambærilegar lífshorfur og aðrir. Mörg þeirra þurfa þó á áframhaldandi umönnun og meðferð frá heilbrigðisstarfsfólki að halda alla ævi (Tuchman o.fl., 2008). Talið er að 15–20% barna og ungmenna glími við langvinnan heilsuvanda sem krefst langtímaeftirlits og meðferðar hjá fagaðilum ýmist innan eða utan sjúkrahúsa (Ahlberg, 2010; Velferðarráðuneytið, 2011). Samkvæmt núgildandi lögum eiga íslensk ungmenni með langvinnan heilsuvanda að flytjast yfir í heilbrigðisþjónustu fullorðinna þegar þau verða 18 ára (Velferðarráðuneytið, 2011). Miklar breytingar eiga sér stað á unglingsárunum og þroska- verkefnin eru mörg og flókin eins og sýnt er í töflu 1 (Kennedy o.fl., 2007). Á þessum árum móta einstaklingar gjarnan sjálfs- mynd sína, viðhorf og gildi og temja sér lífsstíl fyrir ævina. Líkams ímyndin breytist, vitsmunaleg geta eykst, kröfur sam - félags ins til þeirra aukast og einstaklingarnir þurfa að búa sig undir hlutverk fullorðinsáranna (Velferðarráðuneytið, 2011; Watson, 2005). Því hefur gjarnan verið haldið fram að þroskaverkefnum unglingsáranna sé lokið við 18 ára aldur en nýlegar framfarir í myndgreiningartækni sýna að heilastarfsemin nær ekki fullri getu fyrr en upp úr 25 ára aldri (Berg-Kelly, 2010). Þetta þarf að hafa í huga í samskiptum við ungmenni. Mikilvægt er að nálgast þau á þeirra eigin forsendum og koma í veg fyrir að gerðar séu óraunhæfar væntingar og kröfur til þeirra (Elísabet Konráðsdóttir, 2012). Til viðbótar venjulegum áhyggjum og vanda unglingsáranna þurfa ungmenni með langvinnan heilsu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.