Skírnir - 01.04.2006, Page 8
6
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNIR
Ég hef náttúrlega hugsað dálítið um nafnið á bókinni, sem þú
reyndar minnist líka á í síðasta bréfi þínu, og hef fallið frá
„Himnaskipum" og „Himinskipum". „Skip á himnum" kann ég
heldur ekki við, alt sem er „á himnum“ skírskotar í íslensku máli
til hins trúarlega, hins kristilega; maður segir t.d. aldrei „það eru
ský á himnum" eða „ég sá örn fljúga á himnum áðan“ eða „ég sá
Zeppelín-loftskip á himnum áðan“, — aftur á móti er guð á himn-
um og hinir framliðnu mætast á himnum og það er mikil gleði á
himnum — nfl. hjá Guði. En ímyndanir dreingins í bók þinni eru
alt annað en kristilegar — í rauninni miklu nær því að vera heiðn-
ar. Mér hafa dottið í hug tvö nöfn, eða þó í rauninni helst eitt, sem
sé í samræmi við eðli bókarinnar, og það er „Skip himinblámans"
— en þó einkum SKIP HEIÐRTKTIJNNAR. og þetta held ég
bókin ætti að heita. Ég hef borið þetta undir nokkra ágæta smekk-
menn og þeir fella sig hið besta við það.
Sama máli er að gegna um nafnið á heildarritinu: Eins og við
töluðum um í sumar, og þú vaktir sérstaklega athygli mína á, þá er
af ýmsum ástæðum ekki sérstaklega meðmælavert að hafa
„kirkju“nafn á jafn ókirkjulegri bók og þessari, hið heiðna er alt
of mikil uppistaða í þessari bók, og hið kristilega liggur alt of mik-
ið utan á eins og fis, aðeins á lónni — eins og allur „sannur" ís-
lenskur kristindómur, til þess að það borgi sig að kenna bókina við
kirkju á íslenskunni. Ég held að ég mundi næstum vinna til í þín-
um sporum að gera þá smábreytíngu á textanum, sem til þarf, svo
bókin gæti á íslensku feingið titilinn Heiðahofið í staðinn fyrir
Heiðakirkjan. Um þetta verðum við alt að skrafla í næði áður en
prentað verður — og þá helst einhverntíma seint í haust.
Ég fékk Heiðaharm í hendur rétt um það bil sem ég var að
keppast við að ljúka síðustu kapítulunum í Skipum, var þá austur
á Laugarvatni, en Ármann hafði mjög hraðan á, svo ég fékk ekki
ráðrúm til að lesa meira en 90 bls. af hdr. áður en Ármann fékk það
aftur til að senda það í hendur mál-spesíalista. Ég las fyrir Ár-
manni það sem þú skrifaðir mér um mikilvægi þess, að hvergi
mætti slæðast inn óíslenskt málfar í þessari bók þinni, og gerði
honum, að ég vona að fullu, skiljanlegt að eingum væri ljósari en
þér sjálfum sú ábyrgð, sem á þér hvíldi sem heimsfrægum íslensk-