Skírnir - 01.04.2006, Page 11
SKÍRNIR
BRÉF TIL GUNNARS GUNNARSSONAR
9
Kristinn segist hafa sent þér pakka af aukaeintökum af Ritum
Jóhanns og það er vegna seinlætis á póstflutníngum sem þú ert
ekki búinn að fá pakkann 11. f.m. býst ég við.
Það voru nokkur blómanöfn og eitt orð annað („svirpe“, haft
um Dísu), sem ég gat ekki ráðið við í Skipunum, og sekreterinn
minn ekki heldur, sem kann þó alla þá dönsku sem ég kann ekki,
og sendi ég þér lista frúarinnar yfir þau orð í handritinu þar sem
við urðum að láta standa eyður. Viltu við tækifæri gefa mér ein-
hver tips um þennan fjanda?
Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga von á ykkur hér syðra í
vetur, láttu mig vita í tíma ef ég get eitthvað gert fyrir þig (sími
minn: 5140).
Með innilegum nýárskveðjum til Fransisku, Gunnars jr. og frú
Sigrúnar á Hallormsstað, og vertu kært kvaddur af þínum
Halldóri Kiljan Laxness
Gljúfrasteini 19. ág. 1947
Kæri Gunnar.
Hjartans þakkir til ykkar fyrir þá yndislegu daga sem ég og fé-
lagi minn áttum hjá ykkur fyrir skömmu, sú dvöl kórónaði þetta
ógleymanlega sumarferðalag okkar.
Prófarkirnar eru nú allar komnar í prentsmiðjuna og ég hef í
allflestum tilfellum aðhylst athugasemdir þínar, ekki aðeins þar
sem ég hafði bersýnilega misskilið textann, heldur einnig þar sem
þær voru stílatriði. Á nokkrum stöðum, í lítilsvirðum atriðum, hef
ég þó látið spursmálið standa opið, til athugunar fyrir þig í loka-
próförk. Einstök orð og orðatiltæki orka auðvitað tvímælis, þará-
meðal „prataraligur", sem Jón Helgason setti þarna inn í staðinn
fyrir eitthvað enn verra hjá mér, en við áttum báðir saman lánga
glímu við kveðskapinn í þessu útí Kaupinhafn í fyrrasumar. Ann-
ars er bókin djöfulleg viðureignar, vegna þess hve vandlega hún er