Skírnir - 01.04.2006, Page 14
EINAR MÁR JÓNSSON
Gunnar Gunnarsson
og landnámsöldin
ÞEGAR rithöfundur deyr gerist það oft að verk hans hverfa inn í
„hreinsunareldinn“, eins og sagt er. Menn hætta að lesa þau, líta
svo á að þau eigi ekkert erindi lengur til eftirtímans og gleyma
þeim jafnvel með öllu. Ef menn muna eftir þeim á annað borð
verður þeim einkum starsýnt á það sem úrskeiðis fór, mistök höf-
undarins sjálfs og hnökrana á verkum hans. Þannig líður oft lang-
ur tími, jafnvel margir áratugir, og sum verk hverfa þá með öllu
inn í einhvern Niflheim hinna gráu skugga. En þau sem lifa af
þessa eldskírn og birtast aftur á sjónarsviðinu eru hins vegar gjarn-
an komin í trausta stöðu, þau eru orðin sígild. Ef hægt er að segja
um einhvern mikinn íslenskan rithöfund að hann sé í „hreinsun-
areldinum" er það tvímælalaust Gunnar Gunnarsson, og hefur svo
verið um alllangt skeið. Þrátt fyrir þann mikla orðstír sem hann
hafði á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, þegar hann var í hópi
þeirra Norðurlandahöfunda sem mest voru þýddir á önnur mál, er
hann nú með öllu gleymdur í Danmörku, og Islendingar, sem hafa
aðgang að verkum hans í ýmsum þýðingum, misjafnlega góðum
og oft ósamstæðum, þekkja hann að vísu en lesa hann varla.
Kannske er Gunnar Gunnarsson nú á vissan hátt fórnarlamb
þeirrar stöðu sem hann naut góðs af um skeið, að vera íslenskur
rithöfundur og í nánum tengslum við uppruna sinn en búsettur í
Danmörku lengi vel og skrifandi á dönsku. Við þá stöðu bætist
svo að hann er bendlaður við ákveðna bókmenntastefnu, „Blut
und Boden“, sem menn hafa nú harla mikinn ímugust á. Þar sem
nasistar reyndu að eigna sér þá stefnu og styðja sig við hana,
stundum í samvinnu við rithöfundana sjálfa sem gengu þarna inn
Skímir, 180. ár (vor 2006)