Skírnir - 01.04.2006, Page 20
18
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Waverley. í kringum þessa aðalpersónu eru svo á sveimi aðrar
persónur miklu merkilegri og meira spennandi, sumar kannske til-
búnar en aðrar mjög svo raunverulegar, sem taka afstöðu og eru
virkar í atburðunum en eru kyrrar hver í sínum herbúðum og sínu
liði og fara ekki út fyrir það. Stórmenni sögunnar birtast loks á út-
jaðri skáldsögunnar og hlutverk þeirra þar er hið sama og í hinni
raunverulegu sögu, en andi þeirra svífur yfir vötnunum áður en
þau birtast sjálf og þau leika þar mun stærra hlutverk en nærvera
þeirra á sjálfu sögusviðinu gefur beinlínis til kynna. Þessari form-
úlu hafði Johannes V. Jensen beitt með smábreytingum í hinni
frægu skáldsögu sinni Kongens Fald, 1900-1901 (sem kom út á
íslensku í fyrra, Fall konungs, í þýðingu Atla Magnússonar), og
líklegt er að Erslev hafi haft hana í huga þegar hann talaði um frelsi
skáldsagnahöfundarins til að skapa persónur og atburði. En sam-
kvæmt fordæmi Walters Scott var sjálfgefið að skáldskapurinn
hefði fyrst og fremst það hlutverk að koma sögulegum þáttum
skáldverksins á framfæri.
Gunnar Gunnarsson kaus að fara nokkuð aðra leið. I stað
þess að hafa tilbúna persónu og tilbúna atburði sem miðpunkt
skáldsagnanna notaði hann gjarnan raunverulegar persónur í að-
alhlutverk og byggði söguþræðina beint á heimildum um atburð-
ina. Með þessu tók hann talsverða áhættu, að því er Georg
Lukács áleit, því samkvæmt kenningum hans er nánast ógerlegt
að gera raunverulegt sögulegt stórmenni að skáldsögupersónu
svo sannfærandi sé, slíkt sé hægt að gera á leiksviði en ekki á
blöðum skáldsögu. I þeim atburðum sem sagt er frá í Fóstbræðr-
um a.m.k. eru heimildir þó svo takmarkaðar að Gunnar Gunn-
arsson hefur mikið frelsi til sköpunar og túlkunar, þó svo að
hann fylgi í einu og öllu því sem þær segja. I Jörð, þar sem heim-
ildirnar eru svo fáskrúðugar að hann verður að fylla upp í þær
með því að búa til atvik og söguþræði, notar hann hins vegar
mjög frumlega formúlu sem kemur í stað þeirrar sem Walter
Scott hafði mótað: stór hluti atburðanna er þar séður gegnum
augu sögulegs stórmennis á barnsaldri. Þannig eru þessar sögu-
legu skáldsögur Gunnars Gunnarssonar „minni skáldverk“, ef
svo má segja, en þær skáldsögur sem byggjast beint á formúlu