Skírnir - 01.04.2006, Side 24
22
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
tveimur skýrum augnablikum í þessari sögu: upphafi og endi
landnámsins. í frásögninni af upphafinu, komu fyrsta landnáms-
mannsins til Islands, getur hann fjallað um fyrri spurninguna, um
brottförina frá óðali feðranna og um ræturnar sem höggvið er á,
því það er á því augnabliki sögunnar sem hún er skýrust: fyrsti
landnámsmaðurinn tekur sig upp af persónulegum ástæðum, hann
er ekki hluti af neinni hreyfingu (hún er ekki ennþá hafin), hann
er því nánast einn og kemur í óþekkt og óbyggt land. í frásögninni
af endinum, stofnun alþingis á íslandi, getur Gunnar fjallað um
síðari spurninguna, rætur í nýju landi.
I fyrri hluta þessarar tvíþættu sögu getur Gunnar Gunnarsson
stutt sig við Landnámabók, sem segir frá Ingólfi og fóstbróður
hans Hjörleifi, ástæðunni fyrir því að þeir verða að yfirgefa
Noreg, komu þeirra til Islands, drápi Hjörleifs og búfestu Ingólfs
í Reykjavík. Þessi stutti texti verður ramminn í Fóstbræðrum.
Gunnar fylgir honum allnákvæmlega og lætur sér oft nægja að
færa atburðina, víkingaferðir, bardaga og slíkt, í stílinn, en tvennu
bætir hann við: mikilvægum atriðum úr menningarsögunni sem
varða líf manna, trúarsiði og slíkt, og síðan sálarlífi einstakling-
anna. Þessar sálarlífslýsingar eru byggðar á fornum heimildum en
til að undirstrika þær bætir höfundur við atvikum frá eigin brjósti.
Bygging skáldsögunnar er mjög skýr, hún skiptist í þrjá jafna hluta
sem er hver um sig tólf kaflar.
1. Fyrsti hlutinn, sem fjallar um bernsku Ingólfs og Hjörleifs, er
frumlegastur. Um þennan hluta ævi þeirra hefur Landnáma
ekkert að segja annað en það hvernig þeir hafi verið skyldir og
síðan að þeir hafi verið „fóstbræður". Þetta atriði tekur Gunn-
ar upp, hann reynir að ímynda sér þá atburði og þær sálrænu
ástæður sem urðu til þess að Ingólfur og Hjörleifur stigu þetta
skref. Þessum hluta lýkur með magnaðri lýsingu á heiðinni
blótveislu þegar þeir félagar ganga í fóstbræðralag.
2. Sagan byrjar svo raunverulega í öðrum hlutanum, og þar fylg-
ir Gunnar Landnámu mjög rækilega. Hann segir fyrst frá hern-
aði Ingólfs, Hjörleifs og sona Atla jarls fyrir vestan haf í
Englandi og á írlandi, frá missætti þeirra, þegar einn af jarls-
sonum sór þess eið að eignast Helgu, systur Ingólfs og síðar