Skírnir - 01.04.2006, Page 29
SKÍRNIR GUNNAR GUNNARSSON OG LANDNÁMSÖLDIN 27
Eftir þetta getur landnámið hafist. Ingólfur finnur öndvegis-
súlurnar í Reykjavík og sest þar að. Landið er ekki lengur villt og
óbyggt, þar er þegar vísir að byggð, og því geta aðrir komið á eftir.
Vegna ofríkis Haralds hárfagra fara menn nú að streyma þangað,
meðal þeirra er einn af sonum Atla jarls sem nú er fyllilega sáttur
við Ingólf.
Skáldsagan Jörð hefst á einum síðasta atburðinum í Fóstbrœðr-
um: komu Ingólfs til Reykjavíkur, sem nú er sem sé sagt frá í
annað sinn, og svo er lýst fyrstu árum fjölskyldunnar í nýja bú-
staðnum. En lesandinn sér þessa atburði utanfrá og úr nokkurri
fjarlægð: persónurnar eru nafnlausar og einungis er sagt frá því
sem sýnilegt er, eins og einhver athugandi sé að lýsa lífríki,
hreinum lífskrafti mannfólksins. Sagan sjálf hefst svo í öðrum
kaflanum. Þorsteinn Ingólfsson er orðinn fulltíða maður og kona
hans Þóra eignast fyrsta barn þeirra, dreng, að næturlagi. Ingólfur
ber þegar drenginn inn í hofið, stýrir þar blóti og gefur sonarsyn-
inum nafnið Þorkell máni. Síðan útnefnir hann Þorstein son sinn
sem allsherjargoða og deyr eftir það þessa sömu nótt. Þorsteinn
hefst þegar handa við að undirbúa haugferð föður síns og safnar
saman vinum hans um allan landshlutann sem lesandinn kynnist nú.
Þorsteinn, sem er orðinn höfðingi ættarinnar, lítur svo á að
hlutverk hans sé að fullgera það verk sem faðir hans hafði byrjað
með því að sameina alla íbúa hins nýja lands undir sömu lögum og
um eitt allsherjarþing. Viðleitni hans til þess myndar heildarþráð
sögunnar, en utan um hann fléttast aðrir þræðir, styttri og lengri,
sem þó eru stundum myrkir því lesandinn sér þá með augum
drengsins, Þorkels mána.
Til þess að lýsa þeim atburðum sem leiddu til stofnunar alþing-
is við Öxará árið 930 hefur Gunnar Gunnarsson sáralitlar heimild-
ir og því eru flestir atburðirnir hugarsmíð hans sjálfs. En bak við
þetta pólitíska aðalefni sögunnar er annað stef, miklu dýpra: það
er svarið við spurningunni sem áður var nefnd um rótfestuna í
nýja landinu. Þetta stef er til staðar þegar í upphafi sögunnar.
Áður en Ingólfur deyr segir hann við yngri son sinn:
„Trú aldrei nokkrum manni, sem treður Jörðina sem saur, —
hversu hátt sem hann annars kann að beina augum sínum, sonur.