Skírnir - 01.04.2006, Page 30
28
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Óðinn faðmaði hana og faðmar hana enn. Hún er þunguð af náð
hans!“10 Þegar Þóra, kona Þorsteins, sér hvernig Ingólfur deyr
nóttina sem sonarsonur hennar fæðist öðlast hún nýjan skilning á
framvindu lífsins og hættir að vera hrædd við dauðann.
Eftir þetta þróast stefið áfram: jörðin og mannlífið í þessu nýja
landi, í nánum tengslum við náttúruna. í lýsingum á þessu lífi og
þeim svipmyndum sem dregnar eru upp er Gunnar Gunnarsson
undir áhrifum af kenningum Vilhelms Gronbech.* 11 íbúarnir líta
svo á að þeir og jörðin myndi eina lífræna heild, þeir séu ekki
drottnarar náttúrunnar heldur hluti hennar. Þess vegna hafa þeir
eiginleika sem virðast yfirnáttúrulegir: þrír bræður, sem eru
nefndir „Rostungarnir", geta t.d. fangað fugla með berum hönd-
um og neyta ekki annarra örva en augna sinna, og Hafur-Björn
hefur gert bandalag við bjargbúa sem aðstoðar hann við bú- og
veiðiskap. Táknið um þetta líf er skógardans Þrasa sem líkir eftir
náttúrunni og árstíðunum. En í erfisdrykkju Ingólfs fer önnur
persóna sögunnar, Hrólfur rauðskeggur, sem virðist þó ekki hafa
drukkið meira en aðrir, skyndilega að þylja myrka vísu í stíl sem
leiðir hugann til Völuspár:
„Vitlausir vagnar / vaða um stræti / breið, björgum hærri ... /
Standa steinhallir / á stokkum glæstum / rignir örvum ljóss / á ýta
sjónir; svíður þeim og súrnar
Viðstaddir skilja hvorki upp né niður og þeim er allmjög
brugðið, en nútímalesendur standa betur að vígi til að ráða gátuna.
Og lokaorðin, „Forða mér! Forði yður! Flýið í moldu, menn!“,
sýna að þetta er viðvörun.13
10 Gunnar Gunnarsson: Jörð, Sigurður Einarsson íslenskaði, Reykjavík 1950, bls.
32; á dönsku: „Tro aldrig nogen Mand der træder Jorden som Snavs — hvor
hojt han end maatte have sine 0jne rettet, Son! Odin favnede hende, og favn-
er! Hun er frugtbar ved hans Naade!“/ord, Kaupmannahöfn 1933, bls. 25.
11 Sbr. Þröst Helgason: „Eining og sundrung. Hinn forni arfur í verkum Gunnars
Gunnarssonar", Lesbók Morgunblaðsins, 8. febrúar 1997.
12 Jörð, bls. 69; á dönsku: „Vidlase Vogne, / vader ad Gader, / brede, bjerghoje, /
paa blændlys Sokkel, / stander Stenhuse, / strinter Lyspile / mod arge 0jne /
— ak! det svier ...",Jord, bls. 55-56.
13 Á dönsku: „frels mig! frels jer! — flygt i Jorden, Mænd!“, Jord, bls. 56. Það er
freistandi að bera þessa sýn Hrólfs rauðskeggs saman við draum Mikkels
Thogersen í skáldsögunni Kongens Fald eftir Johannes V. Jensen, sem gerist