Skírnir - 01.04.2006, Side 37
SKÍRNIR ORÐRÆÐA UM ORRUSTUÞOTUR 1961-2006 35
Þetta voru nákvæmlega sömu rök og Bandaríkjamenn beittu eftir
að kalda stríðinu lauk. Flotinn vildi hins vegar ekki ljá máls á því
að fjarlægja þær 12 orrustuþotur sem hér voru á 7. áratugnum af
ótta við að íslensk stjórnvöld segðu upp varnarsamningnum. Og
bandaríska herráðið taldi að þörf væri fyrir orrustuþoturnar í
tengslum við varnir Islands, en deildi á flotann fyrir að leggja póli-
tískt mat á málið.9 Það kom því í hlut utanríkisráðuneytisins að
vega og meta pólitískar afleiðingar á Islandi ef þoturnar yrðu fjar-
lægðar.
Sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, James Penfield, kannaði
fyrst hug íslenskra ráðamanna til hugmyndarinnar seinni hluta árs
1961. Ekki stóð á svari viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks: hún var þessu algerlega andvíg. Að dómi Bjarna
Benediktssonar, dómsmálaráðherra, og Guðmundar í. Guð-
mundssonar, utanríkisráðherra, yrði það eins og „að varpa
sprengju“ inn í íslensk stjórnmál.10 Um það má deila hvort afleið-
ingarnar hefðu orðið eins afdrifaríkar og þeir héldu fram. En hern-
aðarrök, loftvarnir, lágu aðallega til grundvallar afstöðu þeirra,
enda hafði Bjarni oft látið í ljósi áhyggjur af því á 6. áratugnum að
Bandaríkjamenn legðu ekki nógu mikla áherslu á varnir Islands.* 11
Hann skírskotaði einnig til gagnkvæmni varnarsamningsins með
fullveldisrökum: að hann þjónaði ekki aðeins bandarískum hags-
munum. Eftir að Bandaríkjastjórn fékk þessi skilaboð var ekki að-
eins hætt við áform um brottflutning orrustuþotanna12 heldur
740b.56322/10-361, Box 1655: William Bundy, settur aðstoðarutanríkisráð-
herra, til Williams R. Tylers, varaaðstoðarutanríkisráðherra í Evrópumálum,
30. október 1961.
9 Naval Historical Center [NHC] (Washington, D.C.), Operational Archives,
Political-Military Policy Division, Box 209: Minnisblað (J.B. Wayne), „With-
drawal of Fighter Interceptor Squadron," 2. október 1961.
10 NA, RG 59, 740b.56311/11-156, Box 1655: Minnisblað: Dean Rusk, utanríkis-
ráðherra, til bandaríska sendiráðsins (Reykjavík), 15. nóvember 1961.
11 Sjá Pétur J. Thorsteinsson: Utanríkisþjónusta íslands og utanríkismál, I
(Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1992), bls. 379; sjá einnig Val Ingimundar-
son: I eldlínu kalda stríðsins. Samskipti íslands og Bandaríkjanna 1945-1960
(Reykjavík: Vaka Helgafell, 1996), bls. 237-238.
12 NA, RG 59, 740b.56311/1-1562, Box 1655: Dean Rusk til James Penfields,
sendiherrra Bandaríkjanna (Reykjavík), 15. janúar 1961.