Skírnir - 01.04.2006, Side 40
38
VALUR INGIMUNDARSON
SKÍRNIR
varnarliðsins ef orrustuþoturnar verða fjarlægðar." Bjarni Bene-
diktsson viðhafði ekki sömu hótanir en ráðlagði Bandaríkjamönn-
um eindregið að halda í horfinu.21
Penfield kom þeim einnig til aðstoðar með því að vitna í lög-
fræðiálit Pentagon um að það bryti í bága við varnarsamninginn
að grípa til einhliða aðgerða sem þessara.22 Bandaríska utanríkis-
ráðuneytið studdi sjónarmið sendiherrans.23 Þar gerðu menn sér
vissulega grein fyrir því að efnahagsástæður kynnu einnig að liggja
að baki afstöðu íslenskra stjórnvalda.24 Til dæmis gæti brottför
orrustuþotanna leitt til atvinnuleysis í kjördæmi Emils, Reykja-
neskjördæmi, og fylgistaps Alþýðuflokksins í kosningunum 1967.
Emil vísaði sjálfur til efnahagsáhrifanna til frekari stuðnings því að
halda þotunum í efnahagsþrengingunum í lok 7. áratugarins.25 En
Bandaríkjamenn töldu að gjaldeyristekjur af herstöðinni væru
ekki nægjanlega miklar til að skipta sköpum í þessu máli. Þær
voru um og yfir 5% af gjaldeyristekjum íslendinga eftir að hafa
komist í yfir 20% um tíma á 6. áratugnum.
Karl Rolvaag, sem tók við embætti sendiherra af Penfield árið
1967, var á sama máli. Eftir að samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks hafði naumlega haldið velli í kosningunum 1967
lagði hann mikla áherslu á að samskiptum ríkjanna yrði ekki spillt
með vangaveltum um brottför þotanna. Eins og Penfield varaði
hann við því að sama staða kæmi upp og árið 1956 þegar Alþingi
samþykkti ályktun um uppsögn varnarsamningsins og stefnu
vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar í varnarmálum. Benti hann
21 Sjá NA, RG 59, Bureau of European Affairs, Office of Northern European Af-
fairs, 1963-1975, Box 1: Karl Rolvaag, bandaríski sendiherrann (Reykjavík) til
utanríkisráðherra, 2. ágúst 1967.
22 Sama heimild.
23 Sjá NA, RG 59, Bureau of European Affairs, Office of Northern European Af-
fairs, 1963-1975, Box 1: U. Alexis Johnson, varautanríkisráðherra, til Johns T.
McNaughtons, aðstoðarvarnarmálaráðherra alþjóðaöryggismála, 6. júlí 1967.
24 Sjá NA, RG 59, Bureau of European Affairs, Office of Northern European Af-
fairs, 1963-1975, Box 1: Karl Rolvaag til utanríkisráðherra, 2. ágúst 1967.
25 Sjá Val Ingimundarson: Uppgjör við umheiminn. Samskipti Islands, Bandaríkj-
anna og NATO 1960-1974 (Reykjavík: Vaka Helgafell, 2001), bls. 110. Sjá einnig:
NA, RG 59, Central Foreign Policy Files, 1967-1969, Box 1476: Karl Rolvaag
til utanríkisráðherra [Deans Rusks], 2. ágúst 1968.