Skírnir - 01.04.2006, Page 44
42
VALUR INGIMUNDARSON
SKÍRNIR
inginn væri sú að hann þjónaði íslenskum hagsmunum. Herstöð-
in gegndi tvíþættu hlutverki: annars vegar væri um að ræða kaf-
bátaeftirlit og hins vegar varnarviðbúnað með orrustuþotum.
Ekki væri að vænta stuðnings allra sjálfstæðismanna á Alþingi ef
samkomulag Bandaríkjamanna og vinstri stjórnarinnar kæmi nið-
ur á vörnum Islands.33 Ekki reyndi þó á stuðning Sjálfstæðis-
flokksins eða á hótanir um brottflutning orrustuþotanna vegna
þess að vinstri stjórnin fór frá áður en samningaviðræðum um
framtíð herstöðvarinnar lauk árið 1974.
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði stjórn með Framsókn-
arflokknum árið 1974 var málið tekið af dagskrá. Sjálfstæðismenn
höfðu knúið fram stefnubreytingu í varnarmálum og höfðu engan
áhuga á því að draga úr herviðbúnaði hér á landi. Bandaríkjamenn
endurnýjuðu orrustuþoturnar árið 1978 og sama ár komu hingað
tvær AWACS-ratsjárflugvélar sem þá voru hinar fullkomnustu
sinnar tegundar.34 Og þegar ísland fékk stóraukið vægi á ný í
flotastefnu Reagan-stjórnarinnar á 9. áratugnum ákváðu Banda-
ríkjamenn að fjölga þotunum úr 12 í 18 árið 1985.35 Þá átti sér stað
frekari endurnýjun með komu F-15 orrustuþota hingað til lands,
en þær voru mun betur búnar en F-4E Phantom þotur sem fyrir
voru. I „seinna kalda stríðinu“ á fyrri hluta 9. áratugarins, þegar
Bandaríkjamenn juku hernaðarumsvif sín verulega hér á landi,
færðist mjög í vöxt að sovéskar herflugvélar, skip og kafbátar
kæmu nálægt íslandi. Bandarískar orrustuþotur flugu í veg fyrir
sovéskar sprengjuflugvélar mörg hundruð sinnum á þessum
árum.36 En eftir að Mikhail Gorbatsjoff komst til valda í Sovét-
ríkjunum og þíða komst á í samskiptum Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna varð grundvallarbreyting: Hernaðarumsvif Sovétmanna
við ísland drógust mjög saman. Hrun Sovétríkjanna árið 1991
33 Sama heimild, bls. 302-303.
34 Sjá Morgunblaðið, 20. og 29. mars, 26. og 28. september 1978; sjá einnig Bald-
ur Sveinsson: „Flug með Phantom,“ Morgunblaðið, 20. maí 1979.
35 Sjá Friðþór Eydal: „Varnarliðið og Keflavíkurflugvöllur" (óprentuð samantekt
15. janúar 2005).
36 Sjá Albert Jónsson: Island, Atlantshafsbandalagið og Keflavíkurstöðin (Reykja-
vík: Öryggismálanefnd, 1990), bls. 66; sjá einnig Gunnar Gunnarsson: Keflavík-
urstöðin. Aœtlanir og framkvtemdir (Reykjavík: Öryggismálanefnd, 1985).