Skírnir - 01.04.2006, Page 45
SKÍRNIR ORÐRÆÐA UM ORRUSTUÞOTUR 1961-2006 43
varð síðan til þess að rússneskar sprengjuflugvélar hættu að mestu
að leggja leið sína hingað og það sama átti við um herskip og kaf-
báta.
Endalok kalda stríðsins:
Niðurskurður í Keflavíkurstöðinni 1991-2001
Ef Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji ekki
halda uppi stöð sem þjóni hagsmunum beggja verður hún einfald-
lega lögð niður. Flóknara er það ekki og í þessu felst engin hótun
... Við munum hér á næstu árum þurfa að hafa hér svipaðan við-
búnað og hér er nú, ákveðinn lágmarksfjölda flugvéla.
— Davíð Oddsson, forsætisráðherra (maí 2001).37
Eftir að kalda stríðinu lauk brugðust Bandaríkjamenn skjótt við
gjörbreyttum aðstæðum og hófu að draga úr herviðbúnaði sínum
á íslandi. Þegar árið 1991 fækkuðu þeir þotunum á Keflavíkur-
flugvelli úr 18 í 12 án samráðs við íslensk stjórnvöld.38 Það sama
átti við um AWACS-ratsjárflugvél sem hér var enn, en hún var
fjarlægð ári síðar. í framhaldinu vildu Bandaríkjamenn ganga enn
lengra og taka burt allar orrustuþoturnar sem eftir voru. Þessar
einhliða ákvarðanir voru samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks lítt að skapi. Þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, töldu að þær
veiktu túlkun þeirra á varnarsamningnum sem tvíhliða samningi.
Og með afstöðu sinni ýfðu Bandaríkjamenn upp gömul sár. ís-
lensk stjórnvöld brugðust við með því að krefjast þess að íslandi
yrði séð fyrir „trúverðugum loftvörnum", eins og það var nefnt:
að ákveðinn lágmarksfjöldi orrustuflugvéla yrði áfram á Keflavík-
urflugvelli.39 í upphafi voru Bandaríkjamenn ekki reiðubúnir að
falla frá kröfum sínum. Fulltrúar flughersins vildu ekki aðeins
kalla þoturnar á brott heldur var þeirri hugmynd einnig hreyft að
loka herstöðinni í Keflavík.40 Varnarmálaráðuneytið vildi það
37 Sjá viðtal við Davíð Oddsson í Morgunblaðinu, 5. maí 2001.
38 Minnisblað (Friðþór Eydal), 30. júní 2004. Upplýsingaskrifstofa varnarliðsins.
39 Agnes Bragadóttir: „Skeytið sem fékk kerfið til að nötra og skjálfa,“ Morgun-
blaðið, 6. janúar 1994.
40 Viðtal við ónefndan íslenskan stjórnmálamann, 20. maí 1998. Sjá einnig Morg-
unblaðið, 16. október 1993.