Skírnir - 01.04.2006, Page 49
SKÍRNIR ORÐRÆÐA UM ORRUSTUÞOTUR 1961-2006 47
ekkert sem ógnaði öryggi íslands og „lúsaleit" í þeim efnum dugði
ekki að mati þeirra.51 Og ef íslendingar vildu halda í þoturnar væri
eðlilegt að þeir greiddu sjálfir fyrir rekstur þeirra.52 Eins og árið
1993 hömruðu bandarískir embættismenn á því að hættumat ís-
lenskra stjórnvalda væri ekki í neinum takti við þær breytingar
sem orðið höfðu í alþjóðamálum. Rússar höfðu aðeins einu sinni
rofið íslenska lofthelgi frá árinu 1991, en það var árið 1999. Sam-
vinna Bandaríkjamanna og Rússa í „stríðinu gegn hryðjverkum"
styrkti það sjónarmið enn frekar að Rússland væri ekki lengur
óvinaríki. Viðbragðstíminn yrði alltaf nægur til að senda hingað
herflugvélar og liðsafla frá Bandaríkjunum eða Evrópu ef hætta
steðjaði að íslandi.53
Bandarísk stjórnvöld létu síðan til skarar skríða í lok desember
2002 í tengslum við fund bandarískra og íslenskra embættismanna
í Washington, en boðað hafði verið til hans í því skyni að undir-
búa viðræður um bókunina við varnarsamninginn. Eftir fundinn,
þar sem Bandaríkjamenn höfðu lýst því yfir að þeir hygðust standa
við varnarsamninginn, voru háttsettir íslenskir embættismenn
kallaðir á annan fund hjá J.D. Crouch, aðstoðarvarnarmálaráð-
herra, og tjáð að orrustuþoturnar yrðu fjarlægðar vorið 2003.54
Skilaboðin voru þau að Bandaríkjamenn hefðu tekið ákvörðunina
áður en viðræðurnar um framlengingu bókunarinnar hæfust.
íslensk stjórnvöld brugðust mjög hart við. Davíð Oddsson
kom þeim skilaboðum til bandaríska sendiherrans, James Gads-
dens, að það jafngilti uppsögn varnarsamningsins ef Bandaríkja-
menn kölluðu þoturnar á brott. Vísaði hann sérstaklega í 7. grein
samningsins, en samkvæmt henni var báðum aðilum heimilt að
segja samningnum upp með 12 mánaða fyrirvara að undangengnu
sex mánaða óbundnu umsagnarferli á vegum NATO. Bandarísk
stjórnvöld staðhæfðu að þau hefðu í lengstu lög viljað forðast að
blanda varnarsamningnum í málið, en að frumkvæði íslendinga
51 Sjá fréttaskýringu Ásgeirs Sverrissonar í Morgunblaðinu, 18. apríl 2002.
52 Viðtal við ónefndan bandarískan embættismann, 3. febrúar 2001.
53 Sjá fréttaskýringu Ásgeirs Sverrissonar í Morgunblaðinu 18. apríl 2002.
54 Viðtöl við ónefnda íslenska og bandaríska embættismenn, 3. og 5. september
2004.