Skírnir - 01.04.2006, Page 50
48
VALUR INGIMUNDARSON
SKÍRNIR
hefðu þau neyðst til þess.55 Þau litu svo á að brottför orrustuþot-
anna væri ekki brot á samningnum. í raun höfðu Bandaríkjamenn
aldrei beitt öðrum lagarökum en þeim að einhliða brottflutningur
flugvélanna væri ekki samningsbrot. En með afstöðu sinni voru
þeir komnir í andstöðu við eigið lögfræðiálit frá 7. áratugnum.
Tilraunir til að fá Bandaríkjastjóm til að taka tillit til íslenskra
sjónarmiða bám engan árangur. Þannig var litið á pólitískan
stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið sem óskylt mál.
Það kom endanlega í ljós 2. maí, eða átta dögum fyrir þingkosn-
ingar, þegar Gadsden tilkynnti Davíð Oddssyni á fundi í Reykja-
vík að „Washington", eins og hann orðaði það, hefði ákveðið að
kalla ormstuþoturnar á brott 2. júní.56 Afstaða íslenskra stjórn-
valda hefði engin áhrif á þá ákvörðun; þótt íslendingar „lokuðu
Keflavíkurstöðinni", þ.e. með því að segja upp samningnum,
stæði hún óhögguð.57 Islensk stjórnvöld yrðu að sætta sig við orð-
inn hlut. Það átti að knýja þau til hlýðni í krafti valds.
í ljós kom árið 2003 að utanríkisráðuneytið undir forystu Col-
ins Powells hafði hvorki vilja né getu til að stöðva málið þrátt fyrir
andstöðu íslenskra stjórnvalda. Það endurspeglaði sterka stöðu
Rumsfelds og varnarmálaráðuneytisins, en áður höfðu áhrifamenn
innan utanríkisráðuneytisins (á 7. áratug 20. aldar) eða þjóðarör-
yggisráðsins (á 10. áratugnum) komið í veg fyrir brottkvaðningu
ormstuþotanna af pólitískum ástæðum. Þetta mál er því sögulegt
afsprengi valdatogstreitu og málamiðlana innan stjórnkerfisins (e.
bureaucratic politics).58 Og það sem meira var: Enginn vilji var
fyrir því innan bandaríska stjórnkerfisins að láta Bush forseta vita
um deiluna eins og íslenskir ráðamenn kröfðust, enda hefði það
getað grafið undan málatilbúnaði embættismanna. Óskir íslenskra
55 Viðtal við ónefndan íslenskan embættismann, 11. september 2004.
56 Viðtal við ónefndan íslenskan embættismann, 5. júní 2003.
57 Sama heimild.
58 Um kenninguna um „valdabaráttu innan stjórnkerfisins" (e. bureaucratic poli-
tics), sjá Graham Allison og Philip Zelikow: Essence of Decision: Explaining the
Cuban Missile Crisis, 2. útgáfa (New York: Longman, 1999). Sjá einnig J.G.
Clifford: „Bureaucratic Politics," í Michael J. Hogan og Thomas G. Paterson
(ritstjórar): Explaining the History of American Foreign Relations (Cambridge:
Cambridge University Press, 1991).