Skírnir - 01.04.2006, Page 54
52
VALUR INGIMUNDARSON
SKÍRNIR
Bandaríkjamenn vildu ekki efna til deilna við Davíð og ákváðu
að draga úr spennunni og leita annarra leiða um lausn. Málið var fært
í annan farveg og sett tímabundið í samhengi við endurskipulagn-
ingu Bandaríkjahers á heimsvísu. Forsenda þess var að afturkalla
fyrirmælin um brottflutning þotanna sem Rice tilkynnti Davíð um
miðjan ágúst, eða um þremur og hálfum mánuði eftir að kreppan
skall á. Bandaríkjamenn höfðu gengið út frá því sem vísu að þeim
tækist að neyta aflsmunar og neyða íslensk stjórnvöld til að sætta sig
við brotthvarf flugvélanna, en fórnarkostnaðurinn var talinn of hár.
I ljósi yfirlýsinga Davíðs var vonlaust fyrir Bandaríkjastjórn að
ganga að varnarsamningnum sem gefnum; Davíð hafði eytt svo
miklum pólitískum kröftum í málið að fullyrða má að hann hefði
orðið að grípa til uppsagnarákvæðis samningsins hefðu þoturnar
verið kallaðar heim. Samt gerðu sumir bandarískir embættismenn
því skóna síðar að Davíð hefði verið að beita blekkingum.69 En til-
slökun Bandaríkjamanna sýndi tvennt: að þeir vildu hvorki láta
reyna á það né kærðu þeir sig um að deilan vekti meiri athygli á al-
þjóðavettvangi.70
Óvissunni eytt: Brottför Bandaríkjahers 2006
„Það er löngu kominn tími til að varnarviðbúnaður okkar erlend-
is taki mið af hruni Sovétríkjanna. Bandaríkin hafa enn 1700 her-
menn á íslandi. Gegn hverjum erum við eiginlega að vernda ís-
land? Eða erum við þar til að fylgjast með al-Qaida sellum á
Grænlandi?"
— Charles Krauthammer,
bandarískur dálkahöfundur (ágúst 2004).71
Þótt stjórnarflokkarnir hérlendis lýstu yfir sigri í deilunni72 eftir
að Bandaríkjamenn gáfu eftir var hún alls ekki leyst. Hins vegar
69 Viðtal við bandarískan embættismann, 10. september, 2004.
70 Sjá t.d. Bradley Graham: „Iceland Presses U.S. not to Remove Jets“, Washing-
ton Post, 21. júlí 2003; Rohan Stefan Nandkisores:„U.S. Force Realignment
Leaves Ally in the Cold“, Washington Times, 5. ágúst 2003; Valur Ingimundar-
son: „Iceland vs. US: Relations on Ice over Jets“, Intemational Herald Tribune,
12.-13. júlí 2003.
71 Sjá Charles Krauthammer: „A Better Defense", Washington Post, 20. ágúst
2004. Krauthammer er einn þekktasti talsmaður ný-íhaldshyggju („neo-
conservatism") í Bandaríkjunum.