Skírnir - 01.04.2006, Side 55
SKÍRNIR ORÐRÆÐA UM ORRUSTUÞOTUR 1961-2006 53
hvarf hún vissulega úr opinberri umræðu meðan Bandaríkjamenn
unnu að endurskipulagningu herja sinna haustið og veturinn
2003-2004, en vitað var að þeir vildu flytja herlið sitt frá Norður-
Evrópu, einkum Þýskalandi, til Suðaustur-Evrópu, þar sem það
yrði nær hernaðarlega mikilvægum stöðum í Mið-Asíu og Mið-
austurlöndum. Og það benti til þess að ísland hefði engu hlut-
verki að gegna í þeim áætlunum. Ein staðfesting þess var að
Bandaríkjamenn fluttu P-3 Orion kafbátaleitarflugvélarnar á brott
í áföngum frá haustinu 2003 án þess að hafa um það samráð við ís-
lensk stjórnvöld.73 Þar með luku Orion-flugvélarnar fjögurra ára-
tuga hlutverki sínu á íslandi.74 Ekki þarf því að koma á óvart að
áhrifamikl öfl innan bandaríska stjórnkerfisins skyldu halda áfram
að knýja á um brottkvaðningu orrustuþotanna þegar helstu hug-
myndir um endurskipulagingu heraflans lágu fyrir í maí 2004. Þá
var ráðgert að flytja F-16 orrustuþotur frá Þýskalandi til Tyrk-
lands, orrustuþoturnar frá íslandi og senda herlið til Miðaustur-
landa, miðhluta Asíu og annarra staða.75 En á fundi með þeim
Powell og Rumsfeld og fleiri háttsettum mönnum innan Banda-
ríkjahers 20. maí 2004 sagði Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráð-
gjafi, að Bush forseti sætti sig ekki við brottför þotanna nema
fundin yrði leið til að „blíðka íslendinga“.76
Allt frá því að Bush greip inn í málið sumarið 2003 hafði Davíð
Oddsson treyst á að hann kæmi til móts við sjónarmið íslenskra
stjórnvalda. Þegar þeir hittust í Hvíta húsinu í júlí 2004 hafði
Bandaríkjaforseti ekki gert upp hug sinn varðandi framtíð
Keflavíkurstöðarinnar og hvort hermenn ættu að vera þar áfram,
þótt hann segðist vilja leysa málið í sátt við íslendinga. Það mark-
verðasta sem gerðist á fundinum var að Bandaríkjamenn lýstu
þeim vilja sínum að íslendingar tækju aukinn þátt í kostnaði
72 Sjá Björn Bjarnason: „Endursköpum varnarsamstarfið", Morgunblaðið, 16.
ágúst 2003; Björn Ingi Hrafnsson: „Mikilvægur áfangasigur", Morgunblaðið,
16. ágúst 2003.
73 Tölvubréf frá Friðþóri Eydal til Vals Ingimundarsonar, 30. júní 2004.
74 Viðtal við ónefndan bandarískan embættismann, 1. september, 2004.
75 Sjá Intemational Herald Tribune, 4. júní 2004.
76 Sama heimild.