Skírnir - 01.04.2006, Page 92
90
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Kappleikjasápuformið
Ef við berum Survivor áfram saman við hefðbundna kappleiki í
sjónvarpssal felst munurinn ekki síst í baksviðstilfinningunni.
Leiktjöldin eru ósýnileg. Við sjáum aldrei myndavél í Survivor.
Leikmunir eða hjálpargögn eru dregin saman í einn leikstjórnanda
sem hefur jafnan verið Jeff Probst, jafn fastur í sessi og Logi Berg-
mann Eiðsson var lengi í spurningakeppni framhaldsskólanna. Jeff
hefur auðvitað smám saman orðið sjónvarpsstjarna en þó heldur
hann sig til hlés í þættinum.8 í veruleikaþáttum eins og Survivor
eru keppendurnir stjörnurnar og fá mun meira vægi en áður, ekki
aðeins meðan þeir eru sýndir leysa púsluþrautir, klifra upp stiga,
synda og skjóta í mark — heldur ekki síður og jafnvel enn frekar
milli þrautanna þegar þeir glíma hver við annan utan ramma
keppnisþrautanna. Leiðin til að beina athyglinni að keppendum er
einföld: í stað þess að keppnin snúist um að hafa betur í þraut
dagsins, þá er fólk kosið burt úr keppninni. Samskiptin ráða úr-
slitum um hver vinnur.
Niðurstaðan er að þátturinn snýst ekki aðeins um keppni
heldur líka um samskipti 16-18 einstaklinga, takmarkaðan fjölda
einstaklinga í lokuðu rými. Segja má að hið sama gildi um ýmsar
sápuóperur, þar eiga 10-20 manns sífellt í átökum, skilnuðum,
giftingum, ástarævintýrum, viðskiptum og valdabaráttu. Vegna
þess að margar sápur eru endalausar (Leiðarljós hóf göngu sína
sem útvarpsþáttur árið 1938 en byrjaði í sjónvarpi árið 1952 —
núna sýnir íslenska sjónvarpið þætti frá öndverðum tíunda áratug
20. aldar) verða tengsl persónanna margbrotin enda fjöldi þeirra
takmarkaður og áhorfendur eiga sjálfsagt erfitt með að leggja
trúnað á atburðarásina eða hrífast með. Einhverju fíkniefnagildi
halda þær samt: allmargir íslendingar horfa á Leiðarljós daglega en
þykir þátturinn þó lítt merkilegur, eina konu þekki ég sem um
hríð missti ekki af þætti en fannst samt lítið til þáttarins koma og
kallaði hann „leiðindaljós".
8 Margir aðdáendur þáttanna elska eigi að síður að hata Jeff Probst, eins og ótal
dæmi eru um á spjallþráðum vefsvæðisins Miskunnarlaust sjónvarp.