Skírnir - 01.04.2006, Page 111
SKÍRNIR
DAUÐINN Á FORSÍÐUNNI
109
ritstjóranna og blaðamannanna, sem reyna að fanga raunveruleik-
ann eins og þeir skynja hann. í þeim skilningi er blaðið ekki síður
áhugavert sem spegill þeirra sem þar starfa, manngildishugsjónir
þeirra, réttlætishugmyndir og fleira. Það er einnig ljóst að þeir
blaðamenn DV sem voru í innsta hring gerðu sér grein fyrir bylt-
ingunni sem ritstjórarnir boðuðu í íslenskri blaðamennsku og
töldu sig boðbera nýrra hugsjóna í fréttaflutningi sínum.8
Á næstu síðum leitast ég við að svara þeirri spurningu að hvaða
leyti DV var gotneskt dagblað á árunum 2003 til 2005, þó að ég
greini til hægðarauka fyrst og fremst fréttir frá árinu 2004. Skil
góðs og ills eru hvergi skarpari en í D V, en í blaðinu birtast allar
gerðir gotneskrar sýnar ómengaðri og óheftari en í öðrum íslensk-
um fjölmiðlum. Þar er Island sögusvið alls kyns ógna þar sem
sinnisleysið tröllríður öllu, þar sem laumuspil, samsæri og þögn
hafa ráðið ríkjum um áratuga skeið. Oryggi landsmanna er blekk-
ing ein og dauðinn ávallt í seilingarfjarlægð. I DV má einnig finna
hreinræktaðar hrollvekjur, heimsendahrylling og sögur af fólki
sem er á valdi annarlegrar fíknar og í engum íslenskum fjölmiðli er
fjallað af jafn mikilli ákefð um fræga og ríka fólkið í því þver-
8 Föstudaginn 13. janúar 2006, sama dag og Mikael Torfason og Jónas Kristjáns-
son voru neyddir til að segja ritstjórastörfum sínum lausum, fjallar einn þekkt-
asti blaðamaður DV og náinn samstarfsmaður Mikaels, Símon Birgisson, um
andrúmsloftið á blaðinu á bloggsíðu sinni: „í Tarot er dauðaspilið ekki slæmt.
Það merkir breytingar. Og breytingar eru alltaf góðar. Ef þú lítur á þær þannig.
Hjá DV hefur þetta verið vika breytinga. Þær höfðu svosem legið í loftinu lengi.
Það er skrýtin tilhugsun að Mikael Torfason skuli ekki lengur vera við stjórn-
völinn. Mikael er einn merkilegasti maður sem ég hef kynnst. Ótrúlega dug-
legur, með ótrúlegar hugmyndir og ótrúlegan vilja til að koma þessum hug-
myndum í verk. Mikael talaði oft um að DV myndi á endanum sigra. Að eftir
nokkur ár myndi blaðið standa uppi sem sigurvegari og tróna yfir öðrum
blöðum á markaðnum. Það yrði stóri bróðir Fréttablaðsins. Ég trúði þessu.
Eins og aðrir þeir sem lögðu allt að veði fyrir DV. Tíma sinn og orku. Ég efast
um að á öðrum blöðum sé hugsjónin jafn sterk og hjá þeim sem hafa starfað
fyrir Mikael. Enda var Mikael blaðið og blaðið Mikael. Háleitar hugsjónir
verða mönnum stundum að falli. Það var sorglegt að sjá fallið verða að brot-
lendingu í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum þessa viku. Nú tekur hins
vegar við tími breytinga. Og vonandi mun hugsjón ritstjórans fyrrverandi ræt-
ast.“ Sjá: http://101hafnarfjordur.blogspot.com/2006/01/akureyri.html [sótt 9.
apríl 2006].