Skírnir - 01.04.2006, Page 112
110
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
sagnakennda ljósi sem einkennir gotnesku stefnuna þar sem mik-
ill metnaður er ekki endilega slæmur, en ef menn ofmetnast er fall-
ið sjaldan langt undan og venjulega verðskuldað.
1. DV og gotnesk oróræða
Hrollvekjan sem bókmenntagrein á rætur að rekja til gotnesku
skáldsögunnar (e. the Gothic Novel) sem varð vinsæl á Englandi
skömmu eftir miðja 18. öld, en enn má greina áhrif hennar í hryll-
ingsbókmenntum nútímans ef vandlega er skoðað. Illmennin eru
jafnan lostafullir dólgar af aðalsættum sem ógna saklausum ung-
lingsstúlkum og takast á við hugdjarfa, hreinlífa pilta. Myrk og
leyndardómsfull fjöll grúfa sig yfir sögusviðið en tunglið veður í
skýjum og lýsir dauflega upp klausturrústir, grafhvelfingar og
forna kastala. Fagurlega ofin tjöld hanga á veggjum kastalanna og
herklæði standa í hverju horni. í fornum kistum má finna rykfall-
in handrit og af málverkum stara forfeðurnir í dimmum sölum.
Djúpt undir köstulunum bíða dýflissurnar fórnarlamba sinna og
þar má finna þéttriðið net leyniganga sem teygir sig út í óvissuna.
Gotneskar skáldsögur gerast jafnan löngu fyrir upplýstan og
siðvæddan samtíma átjándu aldar, t.d. í Suður-Evrópu, í löndum
kaþólikka, þar sem ástríðurnar eru heitari og glæpirnir ógurlegri
en gengur og gerist meðal enskra mótmælenda. Margar lýsa hryll-
ingi rannsóknarréttarins, kúgun og áþján klausturlífs, óréttlátum
fangelsunum og ótrúlegum flóttatilraunum. Þær segja frá leyndar-
dómsfullum flökkurum með seiðandi augu og ræningjahópum
sem dyljast djúpt inni í skógarþykkninu. Gotneskar sögupersón-
ur falla í dauðadá, eru grafnar lifandi, eiga sér tvífara og finna
löngu týnda ættingja. Dólgarnir svífast einskis til að ná fram fyr-
irætlunum sínum og því eru nauðganir og morð daglegt brauð í
sögunum. Sumar af ungmeyjunum komast þó undan sakir hug-
prýði og dyggða. I sögulok snúa þær aftur til samfélagsins og gift-
ast þá venjulega karlhetjunni, unga manninum sem hjálpaði þeim
svo dyggilega.
Enska hrollvekjan kom fram undir lok upplýsingarinnar og er
í fullkominni andstöðu við hugmyndaheim hennar. Skynsemistrú