Skírnir - 01.04.2006, Page 119
SKÍRNIR
DAUÐINN Á FORSÍÐUNNI
117
áhorfandinn sér líklega til að myndin sé söngleikur, ákveðin teg-
und kvikmyndar þar sem líklegt er að óvæntur söngur eigi sér
stað“.16 Eins og Neale bendir réttilega á merkir sennileiki að eitt-
hvað gerist „kannski" eða „líklega": „Með orðinu vakna hug-
myndir um hvað sé við hæfi, hvað sé viðeigandi og af þeim sökum
trúlegt (eða trúlegt og af þeim sökum viðeigandi)“. Skýra má
hvernig sennileiki atburðar er háður greininni sem hann tilheyrir
með því að varpa fram eftirfarandi spurningu: Hvernig detta
persónur niður stiga í harmleik, í melódrama og í farsa og hvaða
afleiðingar hefur það í för með sér? Svarið er í öllum tilvikum háð
því hvað er trúlegt eða viðeigandi innan hverrar greinar.
Steve Neale setur fram fimm athugasemdir sem lúta að þeim
tveimur aðgreinanlegu birtingarmyndum sennileika sem Todorov
gerir að umræðuefni.17
1) Sannleiksgildi greina getur brotið gegn víðtækara kerfi sam-
félags og menningar, rétt eins og dæmið um söngleikina sýnir.
2) I sérhverri grein má finna ákveðið jafnvægi milli þess senni-
leika sem bundinn er í skáldskapargreininni og sennileika víðtæks
menningarkerfis (t.d. þess sannleiksgildis sem finna má í dagblöð-
um). Ákveðnar greinar skírskota markvisst til almennra sannleiks-
hugmynda, eru mótaðar af því sem jafnan er kallað „raunsæi".
Glæpamyndir og stríðsmyndir eru t.a.m. raunsæislegri en vís-
indaskáldskapur og gotneskar hryllingsmyndir og Neale telur
réttilega að þetta sé ein ástæða þess að „gagnrýnendur sem skrifa í
„vandaða" fjölmiðla hneigjast til að líta niður á síðarnefndu
myndirnar eða misskilja þær. I huga þeirra gagnrýnenda sem starfa
samkvæmt hugmyndafræði raunsæis verða „alvarlegir" miðlar að
vera mótaðir eftir sannleikshugmyndum menningarinnar, hvort
sem um kvikmyndir, sjónvarp eða bókmenntir er að ræða.“18
16 Steve Neale: „Questions of Genre.“ Film and Theory: An Anthology. Ritstj.
Robert Stam og Toby Miller. Malden, Massachusetts og Oxford: Blackwell
Publishers, 2000, bls. 158. Grein Neale kemur út í íslenskri þýðingu síðar á
þessu ári („Vandamál greinahugtaksins.“ Þýð. Guðni Elísson. Kvikmynda-
greinar. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006).
17 Steve Neale: „Questions of Genre“, bls. 158-160.
18 David Bordwell dregur fram samskonar tilhneigingu í grein sinni „Listræna
kvikmyndin sem aðferð í kvikmyndagerð" sem vísað var í hér að framan.