Skírnir - 01.04.2006, Page 130
128
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
þessa nýju og ógnvænlegu sýn á íslenskan veruleika og jafnvel
yfirveguð lýsing Gerðar Kristnýjar á barnamisnotkun í Myndinni
afpabba: Sögu Telmu tekur á sig gotneska mynd í umfjöllun blað-
anna (sjá t.d. DV, 20.10. og 22.10. 20 05).30 Hefðbundnar hroll-
vekjur virðast jafnvel vera að skjóta rótum í íslensku bók-
menntaumhverfi. Grandrokk og Hið íslenska glæpafélag héldu
samkeppni um bestu íslensku hrollvekjusmásöguna vorið 2005 og
voru yfir 70 sögur sendar inn.31 Einnig má nefna hrollvekjuna
Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson32 og Barnagælur Óttars
Martins Norðfjörðs sem sækir fyrirmynd sína í alræmda skáld-
sögu Brets Easton Ellis American Psycho sem upphaflega kom út
1991.33
Það er í þessu samfélagssamhengi sem skoða þarf þróunina í
fréttaflutningi DV, þær hugsjónir Mikaels Torfasonar sem Símon
Birgisson gerir að umræðuefni á bloggsíðu sinni (sjá nmgr. 8). I
sams konar ljósi verður að greina annars konar „heimssýn" blaðs-
ins og þær „upplifanir“ sem það vill koma á framfæri, þann nýja
„samtíðarspegil" sem vísað var til hér að framan (sbr. DV, 20.7).
Fréttaflutningur D V sækir styrk sinn í samskonar veruleikasýn og
mannskilning og þessar nýju íslensku bókmenntagreinar. Vin-
sældir skáldverkanna gætu gefið til kynna að íslenskur almenning-
ur sé reiðubúnari en áður að endurskoða samfélagshugmyndir
sínar, að skipta gamalli heimsmynd út fyrir nýja, en það er alltaf
mjög vandasamt að rekja hugmyndir úr einum miðli yfir í annan,
úr bókmenntum yfir í fréttablað. Hér verður að nægja að fullyrða
30 Stefán Máni: Svartur á leik. Reykjavík: Mál og menning, 2004; Reynir Trausta-
son: Skuggabörn. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2005; Gerður Kristný: Myndin af
pabba - Saga Thelmu. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2005.
31 Sjá http://www2.fa.is/krimi/ [sótt 12. apríl 2006].
32 Jökull Valsson: Börnin í Húmdölum. Reykjavík: Bjartur, 2004.
33 Óttar Martin Norðfjörð: Barnagœlur. Reykjavík: Mál og menning, 2005. Lýs-
ingin á bókarkápunni dregur skýrt fram þá tvöfeldni sem gotneskri heimssýn
er ætlað að fanga: „Pétur B. Ásgeirsson er ungur alþingismaður sem býr í Þing-
holtunum. Hann virðist vera einn þeirra sem guðirnir elska; myndarlegur lög-
fræðingur og trúlofaður fegurðardís af auðugum ættum. Pétur er elskaður og
dáður af þjóðinni, kemur reglulega í Séð og heyrt og Hús og híbýli, og víkur
góðu að þeim sem eiga um sárt að binda. En ekki er allt sem sýnist því Pétur á
sér myrkt leyndarmál ...“