Skírnir - 01.04.2006, Síða 139
SKÍRNIR
KVEÐIÐ EFTIR ... SPÁNSKU KVÆÐI
137
urinn ratað eftir ýmsum krókaleiðum og vegleysum milli manna
og menningarsvæða. Þetta getur flækt málin en líka einfaldað þau.
Þegar ég fór að rekja slóð þessa kvæðis fyrir skemmstu ákvað ég
að blaða fyrst í þýskum þýðingum á spænskum kvæðum, enda
fannst mér sennilegast að Jónas hefði kynnst ljóðagerð Spánar
eftir slíkum millileiðum þar sem hann kunni ekki mikið í spænsku
svo ég viti til en var því betur að sér í þýsku. Þjóðverjar voru
manna duglegastir að miðla suðrænum menningararfi á 18. og 19.
öld og koma fræg nöfn við þá sögu, menningarrisar á borð við
Herder, Goethe og þá bræður August og Friedrich Schlegel, að
ógleymdu eftirlætisskáldi Jónasar, Heinrich Heine, sem orti m.a.
rómönsur um senjorur og riddara í spænskum stíl.8 Miðlun suð-
rænna mennta varð raunar snar þáttur í þeirri lista- og hugmynda-
stefnu sem við erum vön að kenna við rómantík.9 Það má því segja
að suðrið sæla hafi andað þýddum vindum norður um alla Evrópu
á þessum tíma.
Meðal þeirra Þjóðverja sem fengust við að þýða kvæði úr
spænsku var maður sem öllu minna hefur farið fyrir í menningar-
sögunni en þeir sem hér voru nefndir. Emanuel Geibel hét hann,
fæddur í Lubeck 1815 og gerðist snemma víðförull, stundaði nám
í klassískri fílólógíu í Bonn, bjó síðar í Berlín, kenndi um skeið í
Aþenuborg, varð svo heiðursprófessor í bókmenntum í Munch-
en en sneri aftur til Lúbeck á miðjum aldri og endaði ævina þar
1884. Eftir hann liggur fjöldi rita, ljóðabækur, leikrit og þýðing-
ar úr ýmsum málum. Athygli mín beindist fljótt að þjóðkvæða-
þýðingum hans sem komu út í Berlín 1843 undir heitinu
Volkslieder und Romanzen der Spanier im Versmajle des Orig-
inals verdeutscht. Utgáfutíminn vakti mér ákveðnar vonir því að
8 Jónas varð a.m.k. fyrir formlegum áhrifum frá rómönsum Heines og eins og al-
kunna er tók hann upp ýmsa suðræna bragarhætti í kvasðum sínum, allt frá
oktövu til tríolettu, eins og ég hef rakið í bók minni Arfur og umbylting. Rann-
sókn á íslenskri rómantík. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og Reykja-
víkurAkademían 1999, bls. 347-364.
9 Sjá m.a. Antoine Berman: The Experience of the Foreign. Culture and Trans-
lation in Romantic Germany. Albany: State University of New York Press 1992.
Þýð. S. Heyvaert. Titill á frummáli: L’épreuve de Tétranger. Culture et traduc-
tion dans l’Allemagne romantique. París: Éditions Gallimard 1984.