Skírnir - 01.04.2006, Page 145
SKÍRNIR „KVEÐIÐ EFTIR ... SPÁNSKU KVÆÐl“ 143
mannsins. Loft eða (heitur) vindur tengist iðulega ástríðu karla og
vatnsstraumur ástamálum kvenna. Um „Bullicioso era el arroyu-
elo“ segir hún:
I lávær, freyðandi lækur hefur hér skvett á stúlku. Hún fullvissar móður
sína um að hún muni ekki snúa aftur til hans. Greinilegt er að „arroyuelo"
táknar ungan mann, og að öllum líkindum ungan mann sem henni finnst
mjög aðlaðandi (takið eftir ástúðlegri smækkunarendingunni). Hann er
fjörugur, ástríðufullur ungur náungi (kannski ólgandi af ást til hennar) og
hann „skvetti" á hana. Imyndunaraflinu er látið eftir að ákvarða hve
alvarleg skvettan var, en henni var greinilega ætlað að smita stúlkuna af
ástríðu þess sem skvetti, því að það er einmitt þetta sem stúlkan heldur
fram við móður sína að hafi ekki gerst. Hún fullyrðir að minnsta kosti
að hún muni ekki snúa aftur til mannsins, þó að tjáningarháttur hennar
sýni hrifningu og gleði.
í þessu kvæði sjáum við að ekki aðeins lýsingarorðið „bullicioso" gef-
ur til kynna friðlausa, ástríðufulla ást, heldur einnig nafnorðið sjálft,
„arroyuelo". I ótalmörgum hefðbundnum söngljóðum gegna ýmsar
myndir vatns — uppspretta, lækur, á, haf — því hlutverki að vera mjög
táknræn umgerð ástafunda. ... Hér er samþjöppunin mikil. Staðurinn
rennur á táknrænan hátt saman við sjálfan elskhugann sem er svo æstur
að kenndir hans flæða yfir bakka sína og „skvetta" á hina elskuðu.18
Það kemur því ekki á óvart að í spænskum útgáfum — t.d. þeim
frá 1829 og 1838 — skuli kvæðið um lækinn haft í flokki sem
kenndur er við „Letras amorosas“ eða ástamál. Segir það meira en
mörg orð um skilning manna á þessum tvíræða texta.
IV
Við höfum nú gengið upp með læknum að upptökum hans á Spáni
og ekki annað eftir en að ganga niður með honum aftur og fylgjast
með rennsli hans í þeim farvegi sem Geibel og Jónas veita honum
í. Þýðingar og útleggingar eru miðlun menningar. Hvernig tekst
Geibel að miðla merkingu og listrænum leik frumkvæðisins? Og
hvert verður framhaldslíf þeirra í kvæði Jónasar? Þýska þýðingin
18 Paula Olinger: Images of Transformation in Traditional Hispanic Poetry.
Newark, Delaware: Juan de la Cuesta 1985, bls. 4 (þýð. greinarhöf.).