Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 148
146
SVEINN YNGVI EGILSSON
SKÍRNIR
gerast og um það er ekkert meira að segja. Geibel lætur stúlkuna
reyna að ganga yfir lækinn og það er þá sem hún blotnar. í kvæði
Jónasar ætlar stúlkan að tína blóm handan lækjar en lækurinn not-
ar þá tækifærið og skvettir á hana („leikur sér að væta meyna / þá
hún stígur þar á steina“). Blómatínsluminnið er því frá Jónasi
komið og hann þróar það enn frekar í kvæðinu.
I spænska kvæðinu og þýsku þýðingunni er minnst á blóm
sem vaxa við lækinn en hvers konar blóm það eru fáum við ekki
að vita. Jónas bætir um betur: „Lækur gott í lautu á, / leikur und-
ir sólarbrekkum, / faðmar hann á ferli þekkum / fjóla gul og rauð
og blá“.24 Ekki er nóg með að hann tilgreini blómið heldur nær
náttúrufræðingurinn í honum yfirhöndinni og hann setur neðan-
málsgrein við fjóluna í Fjölni 1844 eins og til skýringar: „Viola tri-
color, þrenningargras." Fjólan hefur verið hugþekk Jónasi, enda er
hana víða að finna í Oxnadalnum þar sem hann ólst upp. Má þar
vitna til orða Hannesar Hafstein um heimasveit skáldsins: „Rétt
við háa hóla / hraunastalli undir, / þar sem fögur fjóla / fegrar
sléttar grundir ,..“25 Vel má vera að Jónas hafi einnig haft í huga
að fjólan hefur löngum verið talin blóm ástarinnar og töfrum
gædd.26 Þá er blómatínsla alþekkt minni í lýsingum á samdrætti
kynjanna og sjálfur notar Jónas það í „Ferðalokum" eins og frægt
24 í eiginhandarritinu í KG 31 b V má sjá að á þessum stað hefur Jónas fyrst skrif-
að annað plöntuheiti, „fjallaljósið“, en síðan dregið yfir það og skrifað „fjóla
gul og“ o.s.frv. (hann hefur verið að leita að orði sem stuðlaði við „faðmar" og
„ferli“ í fyrri línunni). í neðanmálsgrein sinni við fjóluna í sama handriti hefur
Jónas skrifað: „Viola tricolor, brekkusóley, þrenningargras", en hann hefur fellt
brekkusóleyna niður í hinu eiginhandarritinu (JS 129 fol.) og þannig birtist
neðanmálsgreinin í Fjölni. Það má hugsa sér að hann hafi tekið þessi plöntuheiti
frá fyrir Hulduljóð því að þar kemur „fjallaljósið“ fyrir í 8. erindi og „rauð og
blá / brekkusóley" í 17. erindi.
25 Hannes Hafstein: „Hraun í Oxnadal." Ljóðabók. 2. útg. Reykjavík: Þorsteinn
Gíslason 1925, bls. 56.
26 Þetta kemur t.d. fram í öðrum þætti Draums á Jónsmessunótt þar sem Óberon
segir við Bokka (Puck): „Þó sá ég glöggt hvar Amors ör kom niður; / hún féll
á lítið blóm í vesturvegi / mjólkurhvítt, sem varð rautt [purple] af ástar und; /
telpurnar kalla blómið „ástarauga" [love-in-idleness]. / Sæktu mér þetta blóm;
ef borinn er / safinn úr því á sofandi augnalok, / þá fær jafnt karl sem kona ást
á hverri / lifandi skepnu’ er fyrst ber fyrir augu“. William Shakespeare: Leikrit
I. Helgi Hálfdanarson íslenskaði. Reykjavík: Heimskringla 1956, bls. 22.