Skírnir - 01.04.2006, Page 151
ATLI HARÐARSON
Auðmýkt
Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta;
varast spjátur, hæðni, hlátur;
heimskir menn sig státa.
(Hallgrímur Pétursson)
Orðin audmjúkur, hógvær og lítillátur hafa svipað inntak. í Is-
lenskri orðabók1 er merking þeirra skilgreind á eftirfarandi hátt.
auðlmjúkur L • eftirlátur, hlýðinn, lítillátur > auðmjúkur þjónn / auð-
mjúkur og afhjarta lítillátur
hóg-vær (kvk. -vxr) L • rólyndur, blíðlyndur • rólegur, hægur • lítillátur
lítihlátur L • 1 hrokalaus, vingjarnlegur við þá sem lægra eru settir 2 auð-
mjúkur, sem tekur þakksamlega við litlu, lítilþægur
Bæði orðin auðmjúkur og hógvær eru sögð geta merkt það sama
og lítillátur og einnig tekið fram að lítillátur geti merkt það sama
og auðmjúkur. I því sem á eftir fer gef ég mér að þessi þrjú orð
merki öll það sama enda ætla ég að fjalla um þann merkingar-
kjarna sem þau eiga sameiginlegan fremur en mismun sem kann að
vera á notkun þeirra. Öll orðin eru höfð um viðhorf eða hegðun
sem eru andstæð við hroka, hofmóð, sjálfsþótta, dramb, steigur-
læti, frekju, sjálfbirgingshátt, mont og gorgeir. Af þessu má ætla að
auðmýkt, hógværð og lítillæti séu mannkostir því andstæðurnar
sem hér voru taldar eru ljóður á ráði hvers manns. En málið er
ekki alveg svona einfalt því stundum eru þessi orð notuð í merk-
ingu sem stangast á við höfðingsskap, réttmætt stolt, sjálfsvirðingu
og sanngjarnar kröfur.
Þótt erfitt sé að draga skýr mörk milli hroka og stolts er hroki
ætíð ámælisverður en stolt getur átt fullan rétt á sér. Svipaða sögu
1 Mörður Árnason 2002.
Skímir, 180. ár (vor 2006)