Skírnir - 01.04.2006, Page 152
150
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
má segja um steigurlæti og sjálfsvirðingu, hið fyrrnefnda er löstur
og hið síðarnefnda kostur. En hvað um auðmýkt? Er hún dygð
eins og andstæða hroka og frekju hlýtur að vera eða er hún löstur
sem er andstæður við höfðingsskap og sjálfsvirðingu?
Samkvæmt siðaboðskap kristninnar er auðmýkt mikilvægur mann-
kostur. Mér sýnist þetta einnig gilda um gyðingdóm og íslam. Spá-
menn og klerkar þessara trúarbragða virðast á sama máli og Jesús
sem sagði að hver sem upp hefur sjálfan sig muni auðmýktur
verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig muni upp hafinn verða.2 I
Orðskviðum Salómons segir t.d.:
Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall. Betra er að vera
lítillátur með auðmjúkum en að skipta herfangi með dramblátum.3
I helgiriti múslíma, Kóraninum, er einnig tekið skýrt fram að auð-
mýkt sé guði þóknanleg:
Múslímum, körlum bæði og konum, trúræknum og einlægum, þolgóð-
um, auðmjúkum, góðgjörnum og hreinlífum, þeim sem fasta og hafa jafn-
an Allah í huga, mun Hann fyrirgefa og launa ríkulega.4
Á seinni öldum hafa veraldlega þenkjandi siðfræðingar vefengt
þennan trúarlega siðaboðskap og lýst auðmýkt sem ómerkilegum
undirlægjuhætti og efast um að hún geti talist til mannkosta. Upp-
haf þessara efasemda má finna í ritum Spinoza (1632-1677) þar
sem segir meðal annars að þeir sem helst eru álitnir auðmjúkir séu
flestir í raun og veru öfundsjúkir og metnaðargjarnir umfram aðra
menn.5 Ásamt Hollendingnum Spinoza er Skotinn David Hume
(1711-1776) með helstu frumkvöðlum veraldlegrar siðfræði á
seinni öldum og eins og Spinoza hafði hann lítið álit á auðmýkt-
inni.
2 Matt. 23:12. Svipuð ummæli eru í Lúk. 14:11 og Lúk. 18:14. (Allar tilvitnanir í
Biblíuna eru teknar af vef Netútgáfunnar http://www.snerpa.is/net.)
3 Orðskviðirnir 16:18-19.
4 33. þáttur. Kóran 1993, bls. 259.
5 Siðfrœðin III, Skilgreining á geðshræringum 29. Spinoza 1982, bls. 148.