Skírnir - 01.04.2006, Page 188
186
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
hafi þær afleiðingar að þau fá „ekki að þrauka hvunndaginn sam-
an“.13 Þá eru gagnrýnendur almennt sammála um að það sé
Samöntu að kenna hversu illa fer fyrir elskendunum. Gísli Sig-
urðsson segir böl Samöntu vera „að grípa ekki augnablikið þegar
tækifæri gefst" og Soffía Auður Birgisdóttir segir Samöntu neita
sér um „þær nautnir sem spretta af djúpu sambandi við aðra“.14
Viðtökur gagnrýnenda sýna hversu erfitt er fyrir lesendur að
losna frá þeirri ástarsöguformúlu sem sagan skrifar sig leynt og
ljóst inn í. Óskin um að sagan sé ástarsaga (þ.e. merkingarþrung-
in frásögn af ást í meinum) er svo sterk að lesendur gleyma því að
Samanta sjálf segir okkur söguna. Það er Samanta sem vísar
stöðugt í ástarsöguformúluna í lýsingum sínum og telur lesandan-
um trú um að sagan af henni og elskhuganum sé örlagarík (og nú-
tímaleg) harmsaga um „ástina fiskanna“. Samanta passar ágætlega
inn í lýsingar á hefðbundinni rómönsukvenhetju, hún er glæsileg,
gáfuð, sjálfstæð og skemmtileg. Karlmaðurinn Hans passar aftur á
móti ekki eins vel inn í formúluna af þeirri einföldu ástæðu að
hann getur auðveldlega verið án Samöntu þó að lesendur telji
afskiptaleysi hans stafa af djúpri þrá eins og vera ber í ástarsögum.
Lýsingar sögunnar af Hans Örlygssyni, hinu rómantíska viðfangi,
eru jafnframt alltaf litaðar af „rómantískri“ sýn Samöntu á hann,
konu sem býr sér til raunveruleika með því að hugsa hann. Sam-
anta lifir í drauminum um ástina og líf hennar er sagan. Hans er
riddarinn í ástarsögunni, en í raunveruleikanum er hann ekki til,
13 Silja Aðalsteinsdóttir segir jafnframt: „Þegar allt kemur til alls eru ástir mann-
anna meira virði en ástir fiskanna, [...] og þess vegna er þetta — undir glæsilegu
yfirborði textans — sorgleg saga um venjulegt fólk“. „Skáldskapur um skáld-
skap.“ Um Ástina fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur, Tímarit Máls og
menningar, 1:1994, bls. 97.
14 Gísli Sigurðsson segir: „Böl Samöntu er að grípa ekki augnablikið þegar tæki-
færi gefst. [...] Þannig horfir hún á eftir lífinu". Sjá „Ástin kæfð í fæðingu“,
Dagblaðið Vísir, 1. des. 1993, bls. 11. Soffía Auður Birgisdóttir segir: „En hin-
ar sönnu nautnir lífsins neitar hún sér um; þær nautnir sem spretta af djúpu
sambandi við aðra og eru vísust leið til lífshamingju. Samanta afneitar hamingj-
unni. Sjá: „Nú dugar ekkert minna en mikill flótti“, Morgunblaðið, 5. des. 1993,
bls. 37. Einnig má benda á Einar E. Laxness sem tengir ástleysi bókarinnar
persónunni Samöntu „því hún veit ekki hvað hún vill.“ Einar E. Laxness: „í
klípu ástarinnar", Tíminn, 20. nóv. 1993, bls. 5.