Skírnir - 01.04.2006, Page 198
196
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
aldrei rættist vegna þess að „elskhuginn", gamli kennarinn henn-
ar, vildi ekki þýðast hana. Tilhugsunin um prófessorinn, sem hún
elti um götur Parísarborgar í þrjú ár þegar hún var nemi, vekur hjá
henni löngun til að eiga í líkamlegu ástarævintýri og síðar þann
dag sefur hún hjá marokkóskum skermasölumanni. Sagan sem
skiptist í þrjá jafna hluta segir frá fundum Brynhildar og skerma-
sölumannsins, ást hennar á grískuprófessornum aldarfjórðungi
áður og svo tímanum heima á Islandi með eiginmanninum Bárði
Stephensen, en með honum á hún tvær uppkomnar dætur.
I huga Brynhildar, eins og svo margra annarra, er París borg
ástarinnar og á því leiksviði rúmast mikil dramatík en Brynhildur
vísar ítrekað til borgarinnar sem leiktjalda og leikmyndar (sjá t.d.
53 og 68) í mikilli ástarsögu. París er sögusviðið í harmrænum
samskiptum hennar og prófessorsins, en hún er líka bakgrunnur
ástarævintýrisins með skermasölumanninum. Jafnvel hinn jarð-
bundni Bárður er ekki ónæmur fyrir möguleikum borgarinnar því
vorið sem hann hirðir upp leifarnar af Brynhildi eftir höfnun
prófessorsins dregur hann hana með sér út í göngutúra um garða
Parísar, eftir Signubökkum og að Notre Dame: „þessir dagar
koma aldrei aftur, fyrstu dagarnir okkar“ segir hann: „Þeir eru of
dýrmætir til að láta þá renna hjá án þess að við tökum eftir þeim“
(114-15). Það er athyglisvert að sú saga sem Bárður býr til af til-
hugalífi þeirra Brynhildar í París er í engu samræmi við raunveru-
leikann: „Þetta voru dýrðardagar“ (113) segir hann og Brynhildur
tekur undir með honum: „Besta vor í manna minnum. Annað eins
vor hefur ekki komið í París síðan við fórum" (115). Brynhildur
spinnur sjálf sögur um möguleg líf sín og annarra. Hún ímyndar
sér líf sitt með prófessornum, hvernig það sé að vera heil mann-
eskja í örmum hans: „Líklega í húsinu við sjóinn undir Ólymps-
fjalli, í þvílíkri lykilaðstöðu að búa á ræmunni milli frægasta fjalls
í heimi og hins indæla Eyjahafs“ (49) og svo sviðsetur hún aftur líf
sitt með honum, „aðallega á eyjunni sem Sveinbjörn kallar Lemn-
ey“ (65) en líka á gangi í París, og svo án hans sem einmana
kennslukona heima á íslandi: „Ég átti ekki mann og ekki börn og
mundi ekki eignast" (66). Síðar um kvöldið segir hún sjálfri sér
svo sögu þar sem þau eru nýgift og ástfangin (77) og aðra þar sem