Skírnir - 01.04.2006, Page 200
198
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Sögurnar birta áráttukennda þörf persónanna fyrir að endur-
upplifa í sífellu slæma reynslu og miðla henni til annarra. Allar
enda þær illa, söguhetjurnar mæta alltaf sömu harmrænu örlögun-
um og óskin um samruna verður aldrei uppfyllt. í þeim skilningi
skilja sögurnar í Hundrab dyrum í golunni sig frá hefðbundnum
ástarsögum þar sem vellíðunarlögmálið og raunveruleikalögmálið
takast á. I hefðbundum ástarsögum er textinn alltaf lesandanum í
hag eins og áður sagði, draumkennd tilveran mætir þörfum hans í
farsælli niðurstöðu þar sem samruni elskendanna verður að veru-
leika. Persónur Hundrað dyra ígolunni virðast aftur á móti á valdi
dauðahvatarinnar, sögurnar sem þær segja bera hugsýki þeirra
merki. Endurtekningaráráttan er ekki einvörðungu bundin við
þörf persónanna fyrir að segja sífellt ástarsögur sínar og annarra.
Hún birtist einnig í óviðráðanlegu hegðunarmunstri og ritúalískri
þörf fyrir að sækja í stöðugt ástand, í hreyfingarleysi dauðans.
Hundrað dyr í golunni mætti greina sem meðvitaða útleggingu
á kenningum Freuds um vensl lífs- og dauðahvata, svo nærri hug-
myndum sálgreinandans liggur hún. Miðkafli bókarinnar, sem lýs-
ir ástarþráhyggju Brynhildar á námsárunum, ber nafnið „Dauða-
leitin" en í honum segir Brynhildur frá sífelldum gönguferðum
sínum um götur Parísar í von um að rekast á kennarann sem hún
elskar: „Og ég leitaði að honum í Sorbonne í þrjú ár og á líklegum
götum borgarinnar“ (48) segir hún og viðurkennir að hafa alltaf
verið nýböðuð, með tannbursta og tannkrem í töskunni, ef svo
vildi til að hún rækist á grískuprófessorinn og hann byði henni
heim. Dauðaleitin ber að lokum árangur, því undir lok þriðja
námsárs hittir hún að lokum kennarann, að því er virðist fyrir til-
viljun, í kvikmyndahúsi og þau eru saman fram á næsta morgun.
Gönguferðirnar eru henni árátta, óviðráðanleg sókn í hið sama, en
viðfang leitarinnar virðist ávallt vera fjarri, því hún rekst aðeins á
prófessorinn í þetta eina skipti. Síðar rennur upp fyrir henni að
karlarnir í lífi hennar, Bárður og grískuprófessorinn, voru fastir í
sama dauðaleitarfeninu og líkvökuhringrásinni (120), svo notuð
séu orð Brynhildar um ástandið sem hún hafði gefið sig á vald, því
þeir höfðu hvor um sig elt hana á göngum hennar um götur Par-
ísar. Brynhildur segir: