Skírnir - 01.04.2006, Page 206
204 ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR SKÍRNIR
Annað að hugsa þegar það gerðist sem var óhugsandi. ígildi dáins elsk-
huga sneri aftur í lifandi mynd. Sá sem hún hafði séð eftir eins mikið og
þrekið leyfði, með öðrum verkefnum. Sá sem hún hafði saknað meðan
hún gekk með börn annarra manna, meðan hún keypti í matinn, meðan
hún talaði lágt við fárveika og deyjandi, meðan hún vaskaði upp.
Þegar Unnur og Ása voru litlar dreymdi hana að hann vasri pabbi
þeirra og að þau væru öll fjögur á gangi við skínandi ár og gagnsæ vötn.
Mest á vorin og haustin. (147-48)
En þó að mörgu í ástarþráhyggju Lillu svipi til hugleiðinga
Samöntu, Brynhildar og jafnvel Oldu í Tímaþjófrmm um elskhug-
ann, er ástin í Sólskinshesti gagnkvæm og það er Lilla sem ákveð-
ur að slíta sambandinu en ekki öfugt. Hér skipir kannski meira
máli að ástarþráhyggja Lillu er óbeint viðfangsefni bókarinnar,
hún er mikilvæg eyða í textanum sem lesendur finna fyrir, en allt
hverfist ekki um eins og í hinum sögunum. Á yfirborðinu eru full-
trúar ástarþráhyggjunnar í Sólskinshesti miklu fremur foreldrar
Lillu, þau Ragnhildur og Haraldur. Börn þeirra hjóna líða fyrir
vikið og stór hluti sögunnar lýsir erfiðum uppvexti þeirra systkina
og tilraunum Lillu til að fóta sig í lífinu. Samanta og Brynhildur
spinna sögur um tengslin við elskhugann eða mögulegt líf sitt með
honum (rétt eins og Haraldur og Ragnhildur gera), en Lilla
ímyndar sér líf stúlkunnar Dór, en hana má kalla hliðarsjálf Lillu í
bókinni. Dór er dóttir Nellíar, utangarðskonu sem var góð við
Lillu en svipti sig lífi. Dór hafði verið tekin frá móður sinni og
Lilla finnur til samkenndar með umkomuleysi hennar. Hún skrif-
ar Dór bréf og semur sögur þar sem hún ímyndar sér að mæðg-
urnar hafi verið sameinaðar aftur (77-78 og 137-39), en að mati
Freuds endurspeglar þráin til móðurinnar síðari ástarsambönd.
Samkvæmt honum leitum við ítrekað að staðgengli frumsam-
bandsins, en hann verður ekki fundinn.29 Þessi samsömun móður
og elskhuga sést glögglega á því að síðasta bréfið sem Lilla skrifar
Dór semur hún eftir að hún hefur sagt upp kærastanum sínum
(77) og einnig sést hún á því að draumatilvera Dór heldur velli í
29 Sjá Jonathan Dollimore: Death, Desire and Loss in Western Culture, bls.
185-186.