Skírnir - 01.04.2006, Page 215
GREINAR UM BÆKUR
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
„Líkastur íslensku fjallic<
Kjarval,
Nesútgáfan 2005.
I
Kjarval málaði mynd af föður mínum sennilega um 1963 á gluggarúðu
í vinnustofu sinni í Skipholti og þar var þessi mynd uns eigandi húsnæð-
isins færði Thor hana að gjöf eftir dag Kjarvals. Myndin er á blaðsíðu 530
í hinni nýju Kjarvalsbók Nesútgáfunnar. Hún er máluð með hvítri olíu á
glerið og birtan hefur unnið á henni hægt og bítandi í tímans rás — þetta
er mynd sem máluð er af Kjarval og sólinni til hálfs.
Sem barni þótti mér hún afkáraleg eins og aðrar myndir sem Kjarval
hafði gert af pabba mínum; ekkert lík honum, líktist ekki einu sinni hug-
mynd um hann.
Og vissulega er hún einkennileg, þessi hvíta mynd unnin í olíu, gler
og sólarljós. Hún sýnir Thor sem þyígjuflæði eða gróðurþykkni, iðandi
orkustraum, ólma hreyfingu. I henni er einhvers konar öfugsnúin Dorian
Gray-virkni. Hún er máluð þegar Thor var ekki orðinn fertugur en sýn-
ir hann sem öldung, og hún er ekki geymd í dimmu skoti heldur er hún
ætluð birtunni. Henni er ekki ætlað að varðveita æsku Thors heldur um-
vefja ókomna daga hans ljósi. Hún er hvítigaldur. Eftir því sem árin líða
og hvíti liturinn dofnar og hverfur — þeim mun meira tekur Thor að líkj-
ast henni. í fyllingu tímans munu maður og mynd mætast.
II
Hvít málning dregin á gler handa sólinni að ljúka við; mynd sem verður í
sköpun að minnsta kosti jafn lengi og fyrirmynd hennar er á leið til hennar.
í huga þjóðar sinnar var Kjarval galdramaður. Hann kunni skil á huldum
dómum, hafði vald á þekkingu sem öðrum var lokuð bók. Hann var kon-
ungur litanna, meistari línunnar, töframaðurinn — en líka vættur: huldu-
drengurinn úr hamrinum, tröllið úr fjöllunum, náttúruafl sem tekið hafði á
sig mennska mynd, og verk hans voru helgir dómar: fólk trúði að ef því
tækist að verða sér úti um mynd eftir hann til að hafa í stofunni hjá sér nyti
það blessunar vegna nálægðar við náttúruöflin. Landslagsmynd eftir Kjar-
val hefur fram á þennan dag gegnt svipuðu hlutverki í íslenskum stofum og
Skímir, 180. ár (vor 2006)