Skírnir - 01.04.2006, Page 216
214
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
SKÍRNIR
heimilisaltari hjá indverskum hindúum sem daglega kveikja þar á reykelsi
og eiga hljóða stund — íslendingarnir setjast á staðinn sinn í stofunni með
kaffibolla og horfa á Kjarvalinn sinn til að sækja sér þrótt.
Kjarval gaf þjóðinni ekki bara nýja sýn á þá náttúru sem hún hafði yfir-
gefið fyrir dvöl í borginni heldur vekja myndir hans auðmýkt og lotningu
með fólki gagnvart landinu; hann var fremstur í flokki þeirra sem með verk-
um sínum og ritum vöktu upp þá trúarlegu tilbeiðslu gagnvart náttúrunni
sem er kjarninn í nútíma þjóðerniskermd Islendinga. Hann innrætti okkur
að náttúran væri heilög, þar byggi andi og þar væru að verki duldir kraftar
sem okkur væri hollast að virða. í erfiðleikum sínum við að telja þjóðinni
trú um gildi stórframkvæmda í náttúru Islands eiga íslensk stjórnvöld Kjar-
val eflaust meira grátt að gjalda en þau kunna að gera sér grein fyrir.
Þegar kom að myndlist og öðrum listum en bókmenntum komu ís-
lendingar af fjöllum þegar Kjarval var að hasla sér völl. Erfitt er að gera
sér í hugarlund þá kynngi sem fylgt hefur myndum hans í vitund þessar-
ar þjóðar sem var nánast myndlaus um aldir, hafði haft fyrir augunum
hæðir og ása, fjöll og kletta og grjót, dali, ár og læki og birtu en gafst nú
ný sýn á þetta allt. Bréf hans og önnur skrif vitna um að hann hefur frá
fyrstu tíð gert sér grein fyrir sínu sérstaka sögulega hlutverki með þjóð-
inni, og að hann þyrfti að tileinka sér myndlist heimsins á undraskjótum
tíma — nánast frá hellamálverki til kúbisma. Þannig skrifar hann til dæm-
is Guðbrandi vini sínum Magnússyni árið 1920: „Mér finnst ég vera
sendimaður minnar þjóðar og ábyrgðin liggur stundum á brjóstunum á
mér eða herðunum eins og farg — undra ónáttúrulega stór byrði [...]
Stundum dreifir byrðin sér um allar æðar og vöðva og ég engist og titra
af sársauka yfir öllum þeim sorgum og óláni sem er til og enginn veit um
— en ég veit um það [...] og stundum er ég sterkur þegar þessi byrði
dreifist um allar mínar æðar og vöðva, ég vex líkamlega og andi minn sér
lengra og hræðist ekki örðugleika, en sigrast á öllu í mínu mikla ásmegni.
Því að ég finn að ég ber kraft heillar þjóðar í sjálfum mér“ (140).
III
Fyrir listfræðinga má ímynda sér að Kjarval hafi ámóta gildi og Surtsey
fyrir náttúrufræðinga. Lífstarf hans og framganga öll voru samfelldar
náttúruhamfarir — lýsingar Tryggva Ólafssonar listmálara á blaðsíðu 394
á því þegar hann barn að aldri fylgist með Kjarval þar sem hann stendur í
miklum strekkingi og rigningu og málar af ákafa þrjár myndir í einu sýna
hamfarir sköpunarinnar, guðmóð, leiðslu, mann að kljást við volduga
krafta — en líkingin við Surtsey snýst samt ekki um sjálf umbrotin held-
ur fremur um það sem tekur við þegar þau eru um garð gengin — land-
nám gróðurríkisins. Sjálfum var Kjarval mjög tamt að líkja liststarfsemi
við gróðursæld og ræktun þegar fram liðu stundir.