Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 219
SKÍRNIR
LÍKASTUR ÍSLENSKU FJALLI
217
stundina — kúbískar formhrúgur aðra stundina — og svo íslenskar lands-
lagsmyndir af öllum gerðum; hann gerði furðuverur sveimandi um á
hausnum einum í náttúrunni en breyttist svo óðara í gegnheilan realista í
hinum óviðjafnanlegu teikningum af vinnulúnum alþýðumönnum sem
nefndir hafa verið „hausarnir hans Kjarvals". Honum voru allir vegir
fasrir — og virtist ætla að fara þá alla. Listræn afstaða hans stakk í raun
mjög í stúf við ríkjandi sjónarmið á þessari öld hinna hreinlífu isma.
Kristín G. Guðnadóttir dregur vel fram þessa sérstöðu þegar hún ræðir
hvernig Kjarval blandar saman natúralískri og kúbískri formgerð: „Þessi
stílblöndun ber vitni um það grundvallarsjónarmið hans að líta á stíl sem
vinnuaðferð fremur en tjáningu á fastmótaðri hugmyndafræði" (221).
Kristín bendir líka á líkindi þessa stíllega fjöllyndis við póstmódernisma
aldamótanna síðustu, sem eflaust má til sanns vegar færa, nema Kjarval er
ekki íronískur í sínum aðferðum — fremur eins og kátur — og hann vís-
ar ekki í klisjur með þreyttu glotti þess sem allt hefur séð og reynt held-
ur ólmast hann um í gleði þess sem ekkert hefur séð og fátt eitt reynt...
Árið 1916 á hann rétt ólokið námi við Konunglega listaháskólann og
skrifar í bréfi: „Það hefur verið meining mín um leið og ég læri í þessi ár
— að slá mér í gegn á sama tíma — að um leið og ég er búinn að læra
stenst það á endum að ég hafi unnið mína persónulegu list, sem ekkert
kemur skólanum við áfram, allt að útgangspunkti hámarksins — og þyk-
ist ég vera langt kominn með það nú, en það er þrældómur að vinna eins
og ég þarf til þess og ekki allir skilja það [...] Eg býst við auk hinnar vana-
legu listateknikur að gefa algjörlega nýtt element í listum — óþekkt áður“
(")•
Með sérlegri blöndu ólíkra stíla — fyrir utan strangt hefðbundið
námið á íhaldssamri akademíunni — kúbisma, expressjónisma, im-
pressjónisma, fauvisma, og hvað þetta hét — skapaði Kjarval um síðir
„algjörlega nýtt element í listum — óþekkt áður“. Hann skapaði sinn stíl,
algjörlega nýtt málverk sem enginn málari í heiminum málaði annar. Ætl-
unarverk Kjarvals — lífstarf hans — er nokkuð vel orðað af listfræðingn-
um Arthur C. Danto þegar hann segir í ritgerð sinni: „að mínu viti fólst
þrekvirki íslenskrar listar í því að hafa breytt náttúruundrum landsins í
menningarverðmæti, þrungin staðbundinni þekkingu" (538).
Þáttaskil urðu á fjórða áratugnum. Kjarval ferðaðist ekki að ráði út
fyrir landsteinana eftir Frakklandsdvöl sína 1928 heldur einbeitti sér að
alefli að því að mála landið og líf þess eins og hann sá það: stundum vold-
ugar yfirlitsmyndir um vítt land og fagurt, stundum úfið land og mikil-
úðlegt; oftast yfirþyrmandi í snilldarlegri litameðferð og valdsmannslegri
pensilskrift — í myndum hans er gróðursæld og gnótt, frjósemi — hann
málar farsælda frón, og iðulega vættir á sveimi, svífandi um stórum aug-
um eða lúrandi í klettamynd. Smám saman varð dulhyggja æ meira áber-
andi í verkum hans, táknmálið dulara og hausarnir einkennilegri og