Skírnir - 01.04.2006, Qupperneq 231
SKÍRNIR
SKÁLDSKAPUR ER EKKI KANÍNUR ...
229
ógn. Sumar sögurnar eru frumleg tilbrigði við íslenskar þjóðsögur, og
þetta eru mjög íslenskar sögur, en ég myndi seint nota orðið þjóðlegar.
Steintré sker sig í ýmsu frá hinum söfnunum, er nær Hótelsumri, eins og
Þórunn Hrefna benti á. Barnslega röddin hefur vikið, sögupersónur fara
til útlanda eða eru útlendingar, það er sumstaðar þung bjórdrykkja
(„Flestir vita að vítislýsingar Dantes eru varla nema hjóm hjá þeirri líðan
sem heltekur mann eftír mjög þunga bjórdrykkju"), og handanheimsver-
ur eða draugarnir eru hreint og beint ógnvekjandi, ógnin af þeim smýgur
inn í sálarlífið. Gamli maðurinn með litla skaröxi í Berjasaftinni og ókind-
in í Bílhræinu eru góð dæmi; ætli ókindin sé ekki alveg ný tegund af óvæt-
ti, ákaflega harmþungin og ógnvekjandi í senn svo í manni vegur samúð-
in salt við hryllinginn?
Það eru 24 sögur í Steintrénu, kannski hefði mátt sleppa þremur,
hugsanlega fjórum úr, en það sem skiptir þó máli er að Gyrðir hefur bætt
við sig víddum, numið ný lönd. Stíllinn einfaldari en í fyrri söfnum, mik-
ill tærleiki í honum, og sögurnar áreynslulausar en þéttar; sérkennilegt að
hægt sé að setja þessi tvö orð saman, áreynsluleysi og þéttleiki, án þess að
um andstæður sé að ræða, en segir sína sögu um hversu flinkur höfundur
Gyrðir er. Sögurnar Flugleiðin frá Halmstad og Berjasaftin eru skýrustu
dæmin um þær breytingar sem hafa orðið á söguheimi og aðferðum
Gyrðis. Báðar segja þær frá atburðum sem eru dimmir í eðli sínu, kona
fer frá manni sínum í annarri, maður deyr í hinni, það er blúsaður tónn í
Flugleiðinni, uggvænlegur í Berjasaftinni en um leið er í þeim báðum ein-
hver glaðsinna húmor, jafnvel ærsl, nokkuð sérstæð blanda sem svínvirk-
ar. Berjasaftin er jafnframt góð saga fyrir þá sem vilja stúdera tækni Gyrð-
is, hvernig hann skapar andrúmsloftið, lúmsk notkun hans á táknum,
maður tekur jafnvel ekki eftir þeim fyrr en sagan er öll, þá blikka þau
okkur eins og tifandi stjörnur. I sögunni segir af tveimur bóksölum sem
koma að þorpi, það er síðla kvölds og félagi sögumanns, Guðbjörn, fer út
úr bílnum til að opna hlið:
Mér fannst hann einkennilega krangalegur í skini bílljósanna. Hann
minnti mig á útfararstjóra ...
Við vitum ekki hvort þeir hafa starfað og ferðast lengi saman, en kjarnan-
um í samskiptunum er komið fyrir í tveimur setningum, löng saga dreg-
in áreynslulaust saman:
Þetta var orðið lengra ferðalag en upphaflega stóð til. Hann var farinn
að þreyta mig.
Oll uppbyggingin er markviss en svo átakalaus, manni hættir líka til að
gleyma því, eða sjást hreinlega yfir, hversu vel Gyrðir smíðar sögur sínar,
hversu miklu efni honum lukkast oft að koma til skila á örfáum síðum.