Skírnir - 01.04.2006, Page 233
SKÍRNIR
SKÁLDSKAPUR ER EKKI KANÍNUR ...
231
þróunin blasir því ekki við í fyrsta augnakasti. Og loks er það með rithöf-
unda eins og svo margt annað; þeir komast í tísku, þeim er hampað, ausn-
ir lofi, en síðan teknir niður, um stundarsakir í það minnsta. En Gyrðir á
mjög tryggan lesendahóp, og áhrif Gyrðis á yngri höfunda, og jafnvel þá
eldri líka, eru talsverð. Eg get síðan sagt ykkur það að Steintré sýnir okk-
ur að skáld með jafn ríka stílgáfu og Gyrðir, jafn agaða og frjóa vitund,
getur framkvæmt einskonar töfrabrögð í bestu sögum sínum. Það fylgir
enginn reykur þessum töfrabrögðum, engar berleggjaðar, háfættar að-
stoðarkonur, kanínur upp úr hatti, enda rataði Steintré ekki inn í kastljós-
þætti sjónvarpsins, rauk ekki upp metsölulista eins og flugeldur, komst
ekki einu sinni inn á topp 20, sjálfsagt ekki heldur topp 30, en fjandinn
sjálfur að það skipti máli. Skáldskapur Gyrðis nýtur sín fyrst og síðast í
einrúmi, kannski að kvöldi til, í notalegum stól með lampa yfir, en líka í
glaðasólskini um hásumar. Og með leyfi, ef þið skylduð hafa gleymt því;
skáldskapur er ekki, og hefur aldrei verið, kanínur upp úr hatti, reykur,
háfættar aðstoðarkonur og síðan lófaklapp. Skáldskapur er allt annað en