Skírnir - 01.04.2006, Síða 242
240
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
I öðrum verkum, líkt og í verkinu Unprimed Canvas (Ógrunn-
ahur málarastrigi) frá árinu 2005, heldur Hildur áfram að kryfja
eiginleika málverksins og þróa hugmyndafræði málaradúksins
frekar. Að baki verki sem lítur út eins og auður strigi liggur í raun
flókið verkferli sem skiptir sköpum um túlkun verksins. í stað
þess að kaupa tilbúinn málarastriga úti í búð fer Hildur þá leið að
panta hör frá Belgíu, af sama toga og fínasti málarastriginn er
búinn til úr, og vefa sjálf frá grunni, þráð fyrir þráð, nýjan mál-
arastriga. I þetta sinn er striginn ofinn án nokkurra kvenlegra
viðbóta eða „sögulegs“ skrauts á borð við hekluð mynstur á jöðr-
unum. Þrátt fyrir „ready-made“ útlit verks er hér um að ræða
tímafrekt vefnaðarverk þar sem handverkið er gert að innihaldi
myndarinnar. Framsetningin er sú sama og fyrr, striginn er hengd-
ur upp á vegg og sýndur sem málverk.
Verk Hildar fela ekki aðeins í sér áherslu á efnislegan þátt lista-
verka heldur líka hinn verklega þátt listaVERKA, á myndlistar-
verk sem handverk. Inntak verksins er þá að það er unnið í hönd-
unum, það felst í hinu geysilega krefjandi og tímafreka handverki
sem innbyggt er í verkið. Þar með er lögð áhersla á sjálfan verk-
þáttinn, á handaVINNUNA, líkt og upprunaleg merking enska
hugtaksins „WORK of art“ ber með sér. Verk Hildar eru hug-
myndaverk en engu að síður virðist afstaða listamannsins í hróp-
andi mótsögn við þann útgangspunkt margra konseptlistamanna
að efnisleg útfærsla sé aukaatriði. Hildur snýr þeirri röksemda-
færslu við með því að upphefja bæði efnislegan og verklegan þátt
myndlistarverkanna, vinnuna sjálfa, það að kunna til verka. Á
sama hátt dregur Hildur snertigildið fram, það að fara höndum
um efni, snertiskynið, er ekki síður mikilvægt en að horfa á mynd-
listarverk.
L fyrir lágmenningu
I verkinu Gingham, Cadmium Red Medium frá árinu 2005 held-
ur Hildur áfram rannsóknarvinnu sinni með strigann og kryfur
samband hámenningar og lágmenningar. Ódýr, fjöldaframleiddur,
rauðköflóttur matardúkur er líklega það fyrsta sem áhorfanda