Skírnir - 01.04.2006, Page 246
listarform, líkt og olíumálverkið, en bæði málverk og teikningar
eru karlalist samkvæmt listsögulegri hefð. I útfærslu Hildar líkjast
teikningarnar helst uppdrætti fyrir útsaumsmynstur, þær eru eins
konar blúndur. Þar með er fengin enn ein áreynslulaus og óvænt
tenging við hannyrðir. Jafnvel þótt hannyrðir og hinn svali einfari,
kúrekinn, teljist seint hugmyndafræðilegt par, þá segir Lassoing
okkur að það sem kúreki aðhefst (leikur sér með snöru) snúist í
grundvallaratriðum um garn, blúndur og kvenlegar lykkjur, sé
með öðrum orðum hannyrðir!
Myndlistarverk Hildar eru á mörkum margra merkingarsviða.
Hún teflir markvisst saman táknum handverks og fagurlista,
karlamenningar og kvennamenningar, fagurfræði og notagildi, há-
menningu og lágmenningu, mínímalisma og skreytikenndu kitsji,
íslenskri alþýðumenningu og alþjóðlegum samtímalisthugmynd-
um, skírskotunum í söguna og eigin samtímaveruleika. Þegar öllu
er á botninn hvolft sýnir hún fram á þversagnir og veikleika slíkr-
ar flokkunar og vegur að sjálfum forsendunum.
Það hlýtur að vera til marks um einstakt hugarflug Hildar að
sjá samhengi og finna þráð þar sem aðrir sjá engin augljós hug-
myndatengsl. Með því að smætta hámenningu, karlmennsku,
hvaðeina niður í leik með kvenleg mynstur og gera þau sýnileg í
þaulhugsuðu myndlistarverki, fæst Hildur við týndan þráð í
menningarlegum afkimum okkar.
Audur Ólafsdóttir