Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 63
(27) Það var montað sigi (*glaðuri/*glaðani).
Dæmið sýnir að engu máli skiptir hvort fylgiumsögnin er í nefnifalli eða
þolfalli; hún getur ekki lýst nánar ástandi þess sem montaði sig.15 Ef
fylgiumsagnir krefjast þess að rökliðurinn sem þær lýsa beri ákveðniþátt
og sig er ekki með slíkan þátt þá eru þessi gögn í samræmi við þá tilgátu
að sig sé veikt fornafn í afturbeygðri þolmynd.
Næstu rök lúta að því að ekki er hægt að nota sig í samtengdum
nafnliðum í afturbeygðri þolmynd. Dæmin í (28) sýna að ekki er hægt að
nota og Jón til að tengja við sig í þessari setningagerð.
(28)a. Svo var rakað sig (*og Jón).
b. Svo var drifið sig (*og Jón) á ball.
Veik fornöfn í afturbeygðri þolmynd 63
Hlíf Árnadóttur o.fl. 2011). Hér hegðar gefa sér sem sagt ekki eins og gefa-sögn og þá er
afturbeygða fornafnið VF.
Í hefðbundinni notkun gefa er sögnin ekki skyldubundið afturbeygð eins og komið
hefur fram. Í (ii)–(iii) sýnum við dæmi þar sem samhengið er fótbolti en gefa e-m tækifæri
merkir hér að þjálfari fótboltaliðs lætur tiltekinn leikmann leika með liðinu, en sá leik -
maður hefur e.t.v. ekki fengið mörg tækifæri til þess. Bæði í (ii) og (iii) er fylgiumsögn
njótandans tæk. Í (ii) eru gerandinn (þjálfarinn Ólafur) og njótandinn (leikmaðurinn Heimir)
ekki samvísandi. Í (iii) er það hins vegar tilfellið en þar er Heimir „spilandi þjálfari“ liðsins,
þ.e. bæði leikmaður og þjálfari þess, og þá verður að nota samsetta afturbeygða fornafnið.
Í (iii) gefur þjálfarinn Heimir leikmanninum Heimi tækifæri þrátt fyrir að hann sé meidd-
ur. Það hefur oftast lítil áhrif á störf þjálfara að hann sé meiddur en hið sama gildir ekki
um leikmenn. Þess vegna er eðlilegra að nota fylgiumsögnina í (iii) í þágufalli — leikmaður-
inn var meiddur og það gæti haft áhrif á það hversu vel hann spilar. Það er málinu óvið -
komandi að þjálfarinn hafi verið meiddur þegar hann tók ákvörðunina.
(ii) a. Ólafur gaf Heimi {meiddum} tækifæri {meiddum}.
b. Það var gefið Heimi {meiddum} tækifæri {meiddum}.
(iii) a. Heimir gaf sjálfum sér {meiddum} tækifæri {meiddum}.
b. Það var gefið sjálfum sér {meiddum} tækiæri {meiddum}.
Þar sem fylgiumsögn sjálfum sér í (iii) er tæk bendir það til þess að sjálfum sér sé SF. Það skal
athugað að einungis þeir sem hafa nýju þolmyndina í sínu máli ættu að geta sagt (ii-b) og (iii-b).
15 Ritrýnir segist sammála dómi okkar um (27). Hann telur hins vegar eftirfarandi
dæmi skárra (dómurinn er hans):
(i) ?*Það var montað sig ringlaðan af belgingi / ölvaðan af gleði.
Við erum sammála þessu en einungis ef ringlaðan af belgingi / ölvaðan af gleði er útkomu-
umsögn, sjá umræðu um dæmi á borð við Jón hló sig máttlausan í 2. kafla, en ekki fylgi-
umsögn. Merkingin er þá að einhver hafi montað sig svo mikið að hann varð ringlaður af
belgingi eða ölvaður af gleði (útkomuumsögn) en ekki að einhver hafi montað sig þegar
hann var ringlaður af belgingi eða ölvaður af gleði (fylgiumsögn). Það er engu að síður
athyglisvert að ritrýnirinn, sem hefur ekki nýju þolmyndina í sínu máli, telur (i) skárra mál
en (27) Það var montað sig (*glaður/*glaðan).