Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 6

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 6
4 HAMRA-SETTA [Gríma Eftir þetta leyndist hún eitt ár í Dyrfjöllum; þau liggja innan við Njarðvík. Þetta sama haust vantaði Þorvarð bónda 18 sauði gamla. Það var eitt sinn snemma vetrar í Njarðvík, að fólk sat allt inni í baðstofu um kvöldvöku. Vissi það þá ekki fyrri til en þrekleg kona gekk inn að pall- stokknum, kastaði vaðmálsstranga upp á pallinn og sagði: „Þá hefur hver nokkuð sauða sinna, Þorvarður bóndi, þá hann hefur ullina.“ En voðin var 18 álnir. Héldu menn, að bóndi hefði vitað af henni í fjallinu og gefið henni sauðina. Arinu eftir bar það við á Eiðum fyrir jólaföstu eitt kvöld síðla, þá sýslumaður og fólk hans var allt við verk sitt inni, að sýslumaður hafðist upp úr eins manns hljóði og sagði: „Hefði eins staðið á fyrir mér nú og henni Hamra-Settu,þá skyldi eg hafa tekið reið- hestinn hérna úr húsinu og ketið úr troginu, sem soðið var í dag og sett fram í klefann; reyna svo að komast suður í Skálholt fyrir jólin og þar í kirkjuna, og ná þar að halda um altarishornið.“ Enginn vissi, hvernig á þessu stóð, en um morguninn var hesturinn horfinn úr húsinu og ketið úr troginu. En um vorið, þegar fréttist að sunnan, var þess getið, að um eða rétt fyrir jólin, þegar biskup kom í kirkju, hefði þar staðið vel vaxin kona við altarishornið, haldið um það og beðið sér griða og friðar. Þetta var Sesselja. Hún fór aftur austur til átthaga sinna, giftist þar og bjó lengi eftir þetta og þótti fyrirtakskona að rausn og vænleik. Nafn hennar bera niðjar hennar í Austfjörðum enn- þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.