Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 9

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 9
Grima] HAMRA-SETTA 7 III. í Skarðsárannál, við árið 1543, segir Björn Jóns- son frá því „níðlega vonzkuverki fyrir austan á Is- landi“, að Sesselja Loftsdóttir hafi ásamt manni þeim, er hún hafði áður með fallið „fram hjá manni sínum“, myrt bónda sinn, Steingrím Böðvarsson. Mál þetta hafi svo Erlendur Þorvarðsson lögmaður rannsakað, látið grafa upp líkama Steingríms, og hafi fundizt „stingur á hans þunnvembi“. Þetta hafi verið svarið mannaverk, en Sesselju ver- ið dæmdur tylftareiður „eftir þeim líkindum“. Engir vildu þó með henni sverja, af því að á bænum hjá henni voru ekki aðrir en „þessi drengur“ (þ. e. frið- illinn), þegar Steingrímur dó. Því hafi Sesselja verið dæmd rétttæk af valdsmanni, nema hún „kæmist á aðra hvora dómkirkjuna“, og hálfir hennar peningar undir konung, þar í jörðin Egilsstaðir. Svo bætir Björn þessu við: „Sesselja þessi komst á Hólakirkju.“ (Ann. Bmf. I, bls. 104.) Það dylst ekki, að hér er átt við sama glæpinn, sem þjóðsagan segir frá. Vitanlega getur Björn ekki um útilegudvöl Sesselju í hellinum, enda er enginn þjóð- sagnakeimur að frásögn hans. Bjöm tilgreinir meira að segja heimild sína um þenna fáheyrða atburð, en það eru tveir „dómar Erlends lögmanns“, og er hann þó ekki vanur að geta heimilda í annálafréttum sín- um. Nú ber svo vel x veiði, að þessir dómar eru ennþá til, að vísu ekki í frumriti, en afrit af þeim svo góð, að talin eru „frumrits ígildi“. Má af þeim sjá, að Björn hefur samið annálsklausuna eftir þessum dómsbréf- um og bætt aðeins einu atriði við eftir annarri heim- ild. Verður á það minnzt síðar. Nokkur fleiri bréf em og til um morðmál þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.