Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 10

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 10
8 HAMRA-SETTA [Gríma Skal nú efni þeirra tilgreint, að mestu eftir orðalagi bréfanna sjálfra, en stafsetningu er vikið til nútíðar- máls. Þess ber þá fyrst að geta, að fyrir 1540 hafa búið á Egilsstöðum á Völlum hjónin Steingrímur Böðvars- son og Sesselja Loftsdóttir. Hjá þeim var vinnumaður sá, er Bjarni hét og var Skeggjason. Af heimildum, er síðar verða nánar greindar, sést, að vingott hefur ver- ið með Bjarna þessum og Sesselju. Fyrra hluta vetrar 1539—1540 andaðist Steingrímur bóndi, og hefur þá skömmu síðar farið að kvisast, að hann hefði látizt af mannavöldum og jafnvel að Sesselja sjálf mundi eiga sök á dauða hans. Verða svo mikil brögð að þessari grunsemd, að þáverandi sýslumaður, Markús Jónsson á Víðivöllum í Fljótsdal, hóf rannsókn út af orðrómi þessum vorið 1540 og kvaddi á þingi að Egilsstöðum1) 3. júní sex menn til þess að „skoða og rannsaka og dóm á að leggja, með hverjum hætti hann skyldi eftir leita eða upp kveða þá orðrykt eða ókveðismála, sem út rann um Austfjörðu og víðara annarsstaðar og skeð mundi hafa mátt á greindum bæ, Egilsstöðum, að Steingrímur heitinn Böðvarsson, guð hans sál náði, mundi hafa dauða hreppt af völd- um eða verknaði sinnar eiginkonu, Sesselju Loftsdótt- ur, eða þeirra þjónustumanni, Bjarna Skeggjasyni, en enginn vissi með sannindum sögð efni. Var hann upp- grafinn á Vallanesstað af Bjarna bónda Erlendssyni og Gvítari1) Valtýssyni og fleirum öðrum skilvísum mönnum og skoðaður hans líkami af þeim og þveg- inn; var hann víða rotinn og feygður, einkanlega til *) Þar var þá þriggja hreppa þingstaður. 2) Sum handrit hafa Gunnari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.