Gríma - 01.09.1942, Page 10

Gríma - 01.09.1942, Page 10
8 HAMRA-SETTA [Gríma Skal nú efni þeirra tilgreint, að mestu eftir orðalagi bréfanna sjálfra, en stafsetningu er vikið til nútíðar- máls. Þess ber þá fyrst að geta, að fyrir 1540 hafa búið á Egilsstöðum á Völlum hjónin Steingrímur Böðvars- son og Sesselja Loftsdóttir. Hjá þeim var vinnumaður sá, er Bjarni hét og var Skeggjason. Af heimildum, er síðar verða nánar greindar, sést, að vingott hefur ver- ið með Bjarna þessum og Sesselju. Fyrra hluta vetrar 1539—1540 andaðist Steingrímur bóndi, og hefur þá skömmu síðar farið að kvisast, að hann hefði látizt af mannavöldum og jafnvel að Sesselja sjálf mundi eiga sök á dauða hans. Verða svo mikil brögð að þessari grunsemd, að þáverandi sýslumaður, Markús Jónsson á Víðivöllum í Fljótsdal, hóf rannsókn út af orðrómi þessum vorið 1540 og kvaddi á þingi að Egilsstöðum1) 3. júní sex menn til þess að „skoða og rannsaka og dóm á að leggja, með hverjum hætti hann skyldi eftir leita eða upp kveða þá orðrykt eða ókveðismála, sem út rann um Austfjörðu og víðara annarsstaðar og skeð mundi hafa mátt á greindum bæ, Egilsstöðum, að Steingrímur heitinn Böðvarsson, guð hans sál náði, mundi hafa dauða hreppt af völd- um eða verknaði sinnar eiginkonu, Sesselju Loftsdótt- ur, eða þeirra þjónustumanni, Bjarna Skeggjasyni, en enginn vissi með sannindum sögð efni. Var hann upp- grafinn á Vallanesstað af Bjarna bónda Erlendssyni og Gvítari1) Valtýssyni og fleirum öðrum skilvísum mönnum og skoðaður hans líkami af þeim og þveg- inn; var hann víða rotinn og feygður, einkanlega til *) Þar var þá þriggja hreppa þingstaður. 2) Sum handrit hafa Gunnari.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.