Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 61

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 61
Gríma] DRAUGASÖGUR 59 garðsmönnum og ekki talið það eftir sér að leggja land undir fót. Svo er sagt, að eitt sinn hafi einhver heimamanna í Hleiðargarði gengið út á hlað að kvöldi dags og hafi hann séð Skottu standa þar; hafi hann atyrt hana og vísað henni í verra staðinn, en hún hafi tekið því harla þolinmóðlega og svarað: „Það mátti ekki minna kosta!“ Ýmsar sögur, sem enn eru óprentaðar, eru á gangi um Skottu; eru þær að sönnu ekki merkar í sinni röð, en þó þess verðar að forða þeim frá gleymsku, því að í síðustu 25 ár mun hennar varla hafa orðið vart. Á sjöunda og áttunda tugi 19. aldar bjó Gunnlaug- ur Sigurðsson á Draflastöðum í Sölvadal. Kona hans var María Soffía Sigurðardóttir, og voru þau foreldr- ar Júlíusar bónda í Hvassafelli, sem þessa sögu hefur sagt. Á Draflastöðum var þá kvæntur vinnumaður, er Jón Jónsson hét, og átti hann son á 11. ári, er Jó- hannes hét. — Svo bar við á jólaföstu 1873, — Júl- íus var þá á 9. ári —, að fólk allt á Draflastöðum var inni í baðstofu á vökunni. Var Gunnlaugur bóndi ný- kominn heim af beitarhúsum og hafði lagzt upp í rúm og sofnað, en hitt fólkið var við tóskap. Þeir dreng- irnir, Júlíus og Jóhannes, voru rétt fram við baðstofu- dyr að þæfa sokka. Allt í einu fór Gunnlaugur að láta illa í svefni, bylti sér, umlaði og barði frá sér, og kvað svo ramt að þessu, að húsfreyja ýtti við honum og vakti hann. Reis hann þá upp, varpaði öndinni mæði- lega og sagði, að sér hefði fundizt Hleiðargarðs- Skotta koma inn á gólfið og ætla að leggjast ofan á sig. Leit hann þá fram í baðstofuna, hvessti augun og mælti: „Nú, hún stendur þá þarna enn á gólfinu, rétt fyrir framan drengina.“ Varð drengjunum þá ekki um sel; stökk hvor þeirra til sinnar móður og greip í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.