Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 74

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 74
72 DRAUGASÖGUR [Gríma Nesi, sem talinn var fjölkunnugur, og bað hann ásjár; lét Nes-bóndinn hann hafa draugavarnir nokkrar, og þóttist nú Bjarni betur við búinn, ef eitthvað skær- ist í. Það var eitt kvöld síðla sumars, er dimmt var orð- ið, að barið var svo harkalega að dyrum í Gullbrekku, að brakaði í hverju tré. Stóð Bjarni þá upp og mælti, að komumaður mundi eiga erindi við sig. Varð Guð- rúnu bilt við og bað hann vera kyrran inni, en hann gekk fram eigi að síður og lagði blátt bann fyrir, að nokkur kæmi út á eftir sér. Kom hann ekki inn aftur fyrr en á miðnætti og vildi engin tíðindi segja af við- skiptum sínum við gestinn. Þegar komið var í fjósið morguninn eftir, lá ein kýrin dauð í básnum. Sagði Bjarni, að ekki skyldi hirða neitt af henni, og var hún grafin með húð og hári. Þegar eftir atburð þenna fór að bera á því, að Bjarni var svo hræddur um konu sína, að ódæmum sætti. Var hann það jafnan upp frá því, og almælt er, að allt fram á þenna dag beri á megnri afbrýðissemi meðal afkomenda þeirra hjóna. Sonur þeirra, sem Einar hét og bjó í Fífilgerði í Kaupangssveit, var svo trylltur af afbrýðissemi, að hann batt konu sína við sig um nætur, og þóttist þó ekki alveg öruggur; kvað hann hnútunum oft hafa verið rótað. Var það trú manna, að draugur sá, er Sigurður sendi Bjarna, hafi valdið ósköpum þessum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.