Bændablaðið - 09.06.2016, Page 26

Bændablaðið - 09.06.2016, Page 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Þróun í búfjárhaldi á Íslandi frá 1982 til 2015: Sauðfé hefur fækkað um 50% á Suðurlandi á 33 árum − Á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi fækkaði sauðfé um 69% og frá 33 til 40% í öðrum landshlutum Miklar breytingar hafa orðið á búfjáreign landsmanna á síðasta aldarþriðjungi, eða frá 1982 til 2016. Áhrifin eru langmest í sauð- fjárhaldi, þar sem stofninn hefur verið skorinn niður um hartnær 40%. Ljóst er að áhrifin á heildarbúfjár- eignina er æði misjöfn eftir lands- hlutum. Mest hlutfallsleg fækkun sauðfjár hefur orðið á Suðurlandi (Frá Hornafirði að Reykjanesi), þar sem sauðfé fækkaði úr 195.560 í 97.821, eða um 97.739 vetrar- fóðraðar kindur, sem gerir rétt um 50%. Þetta hefur augljóslega leitt til stórminnkunar beitarálags. Athygli vekur samt að Suðurland er einmitt það landsvæði sem mest hefur orðið fyrir gagnrýni vegna ofbeitar á liðn- um misserum. Sunnlenskir bændur öflugastir í nautgriparækt og alifuglaeldi Bændur á Suðurlandi hafa bætt sér að nokkru upp fækkun sauðfjár með fjölgun nautgripa um 8.415 gripi, eða úr 23.949 í 32.364 gripi sem gerir um 35% aukningu. Eru Sunnlendingar því langöflugastir í nautgriparækt á landsvísu. Sunnlendingar hafa einnig aukið sína hrossarækt verulega, eða um 9.882. Þar með eru Sunnlendingar farnir að narta í hæla bænda á Norðurlandi vestra hvað hrossaeign varðar, með 27.257 hross á móti 28.159 hrossum á Norðvesturlandi. Sunnlendingar hafa líka bætt heldur í hvað alifuglaeldi varðar og er nú öflugasti landshlutinn á því sviði. Hafa verður þó fyrirvara á tölum um þróun í alifuglarækt, þar sem aðferðarfræðin í talningunni hefur verið talsvert á reiki í gegn- um tíðina. Einnig hefur verið veru- leg stökkbreyting í loðdýrarækt- inni, eða úr 72 í 17.777 dýr. Eru Sunnlendingar þar skammt á eftir bændum á Norðvesturlandi. Þá hefur svínum fjölgað úr 569 í 1.044. Bændur á Norðvesturlandi öflugastir í sauðfjárrækt, hrossarækt og loðdýrarækt Fækkun sauðfjár á Norðvesturlandi hefur verið hlutfallslega minni en á Suðurlandi, en þar hefur fækkunin þó verið langmest í hausum talið, eða úr 352.543 í 235.019 fjár, sem þýðir fækkun upp á 117.524 kind- ur, eða sem nemur um 33%. Inni í þeim tölum eru líka Vestfirðir og Vesturland. Eigi að síður er þessi landshluti enn langöflugasta sauð- fjárræktarsvæðið. Hefur þetta stóra landsvæði lítil- lega náð að mæta niðurskurði sauð- fjár með aukningu í nautgriparækt úr 18.353 í 23.865 gripi. Athyglisverð hefur þó verið gríðarleg aukning í loðdýrarækt og þá einkum í Skagafirði. Hefur loð- dýrum á þessu landsvæði fjölgað á þessum 33 árum úr 176 í 20.113 dýr og er þetta þar með öflugasti landshlutinn í loðdýraræktinni. Þá eru bændur á Norðvesturlandi líka öflugastir landsmanna í hrossarækt. Þar hefur hrossum fjölgað úr 22.817 árið 1982 í 28.159 hross árið 2015. Nokkur aukning hefur einnig orðið í svínarækt, eða úr 131 í 592 gelti og gyltur. Alifuglaræktin hefur staðið nokkurn veginn í stað og þar voru fuglar taldir 41.637 árið 2015. Fækkun sauðfjár á Vestfjörðum en fjölgun nautgripa Ef Vestfirðir eru þar teknir sérstak- lega sést að bændur hafa gefið þar eftir í öllum greinum nema naut- griparækt. Vetrarfóðruðu sauðfé fækkaði úr 72.424 kindum í 45.218, eða um rúmlega 37%. Þar er viðbú- ið að tölur eigi enn eftir að lækka á þessu ári ef fram fer sem horfir með þróun byggðar við innanvert Ísafjarðardjúp og á Ströndum. Nautgripum fjölgaði aftur á móti úr 1.912 í 2.297. Einungis voru þá eftir 835 hross, 116 alifuglar, eitt loðdýr en ekkert svín. Mikil fækkun sauðfjár og alifugla á Norðausturlandi Á Norðausturlandi að Langanesi hefur líka orðið veruleg fækkun sauðfjár, eða úr 121.540 í 72.237 kindur. Það er fækkun upp á rétt rúmlega 40%. Er sauðfé í þessum landshluta nánast jafn margt og var á öllum Vestfjörðum fyrir 33 árum. Veruleg fækkun varð líka á umræddu tímabili í alifuglaeldi sem fór úr 76.969 fuglum í 16.402 fugla. Hafa verður þó fyrirvara um áreið- anleika í alifuglatalningunni þar eins og á öðrum stöðum á landinu. Þá fækkaði loðdýrum einnig í þessum landshluta, eða úr 10.117 í 4.264 dýr. Bændum á þessu svæði hefur þó auðnast að bæta talsvert við í naut- griparæktinni, eða úr 13.661 í 17.852 gripi. Er þetta því þriðja stærsta naut- griparæktarsvæði landsins. Þá hefur hrossum einnig fjölgað, eða úr 4.959 í 6.377. Svínaræktin hefur einnig verið í uppsveiflu og þar má segja að stofninn hafi nær tvöfaldast, eða úr 263 í 506 dýr. Samdráttur í öllum búgreinum á Austfjörðum nema í loðdýraeldi og hrossarækt Sauðfé á Austfjörðum hefur fækk- að um rúmlega 43% á liðnum 33 árum, eða úr 112.420 í 63.630 fjár. Nautgriparæktin er nálægt því að halda í horfinu, en samt hefur gripum fækkað úr 3.572 í 3.416. Veruleg fækkun hefur orðið í alifuglaeldi, eða úr 8.068 fuglum í 653. Svín voru svo með öllu horfin úr austfirskum búskap árið 2015. Loðdýraeldi var ekki til sam- kvæmt tölum MAST í þessum landshluta árið 1982. Þar voru hins vegar taldar vera 2.910 læður 2015. Það eldi er allt í Vopnafirði. Þá hefur hrossum aðeins fjölgað á Austfjörðum, eða úr 1.722 í 2.200. 69% fækkun sauðfjár á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi Sauðfjárrækt á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi hefur verið meiri en margir ætla í gegnum tíðina, en samt farið ört minnkandi á liðnum áratug- um. Er hlutfallslegur samdráttur á 0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 300.000 350.000 400.000 450.000 500.000 Suðurland 1982 Suðurland 2015 Austfirðir 1982 Austfirðir 2015 Norðausturland að Langanesi 1982 Norðausturland að Langanesi 2015 Norðvesturland 1982 Norðvesturland 2015 Höfuðborgarsvæðið. + Reykjanes 1982 Höfuðborgarsvæðið. + Reykjanes 2015 Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr He im il: B ún að ar m ál as kr ifs to fa M AS T 0 50.000 100.000 150.000 200.000 Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Suðurland 1982 Suðurland 2015 He im ild ir: B ún að ar m ál as kr ifs to fa M AS T 0 50.000 100.000 150.000 200.000 Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Höfuðborgarsvæðið + Reykjanes 1982 Höfuðborgarsvæðið + Reykjanes 2015 He im ild ir: B ún að ar m ál as kr ifs to fa M AS T 0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 300.000 350.000 400.000 Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Norðvesturland 1982 Norðvesturland 2015 He im ild ir: B ún að ar m ál as kr ifs to fa M AS T 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Vestfirðir 1982 Vestfirðir 2015 He im ild ir: B ún að ar m ál as kr ifs to fa M AS T 0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 140.000 Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Norðausturland að Langanesi 1982 Norðausturland að Langanesi 2015 He im ild ir: B ún að ar m ál as kr ifs to fa M AS T 0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Austfirðir Þróun búfjárhalds 1982 til 2016 Austfirðir 1982 Austfirðir 2015 He im ild ir: B ún að ar m ál as kr ifs to fa M AS T − Framhald bls. 28

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.